Að kjósa – til hvers?

Hvað var svona merkilegt við spænsku kosningarnar (til sveitar- og héraðsstjórna) þann 22. maí sl.? Það er varla í frásögur færandi, að stjórnarflokknum, jafnaðarmönnum, var refsað fyrir að hafa brugðist seint og illa við váboðum kreppunnar. Hitt er merkilegra, að stjórnarandstaðan – íhaldið, arftakar Francos – styrkti að vísu stöðu sína, en var samt fjarri því að sópa til sín fylgi, þrátt fyrir ábyrgðarlausa og harðvítuga stjórnarandstöðu. Hvað var svona merkilegt við spænsku kosningarnar (til sveitar- og héraðsstjórna) þann 22. maí sl.? Það er varla í frásögur færandi, að stjórnarflokknum, jafnaðarmönnum, var refsað fyrir að hafa brugðist seint og illa við váboðum kreppunnar. Hitt er merkilegra, að stjórnarandstaðan – íhaldið, arftakar Francos – styrkti að vísu stöðu sína, en var samt fjarri því að sópa til sín fylgi, þrátt fyrir ábyrgðarlausa og harðvítuga stjórnarandstöðu.

Að kenna öðrum um. JBH svarar SG

Takk fyrir tilskrifið, 05.06.11.

Öll þín viðleitni til að gera okkur jafnaðarmenn samseka Sjálfstæðis-Framsóknarflokknum um að hafa í reynd einkavætt sjávarauðlindina, í blóra við lagaákvæðið, sem við knúðum fram um þjóðareign, stendur eða fellur með einu orði: Framsali og framkvæmd þess.Nú er það svo, að framsalsréttur á veiðiheimildum milli útgerða – þ.e.a.s. á nýtingarréttinum en ekki eignarréttinum, skv. ströngum reglum – er nauðsynlegur í aflamarkskerfi, ef fiskveiðistjórnunin á að skila tilætluðum árangri sem er:

  • að minnka flotann (sóknargetu, offjárfestingu)
  • að lækka tilkostnað við veiðarnar (sækja heimilaðan afla með færri skipum) )
  • að auka hagnað útgerða og arðsemi veiða (þ.m.t.að bæta kjör sjómanna) )
  • að auka sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar (með því að takmarka sókn og draga úr frákasti vegna meðafla) )

Í tilefni 40 ára afmælis Menntaskólans á Ísafirði: AÐ GJALDA FÓSTURGJÖLDIN

„Ég aftanskinið óttasleginn lít
ef ekki dagsins próf ég staðist get,
að mjakast hafi ennþá út um fet
þess akurlendis jarðar sem ég brýt.”

(Jón Helgason: Að morgni)

1.
Ef mér skjátlast ekki því meir, byrjaði þetta ævintýri fyrir 40 árum með því að kaupa skúringafötu og þvottalög – hvort hét hann ajax eða handyandy? – úti í Björnsbúð. Stebbi stórsmiður, fyrsti starfsmaður MÍ, fyrir utan sjálfan mig, og faðir verðandi stúdenta frá þessum skóla, hafði lagt sig í líma við að breyta gamla barnaskólahúsinu til að búa það undir nýtt hlutverk. Fram að þessu var þetta góða hús sniðið að þörfum smáfólksins. Nú stóð til að hleypa þar inn ögn fyrirferðarmeira fólki. Þess vegna þurfti að sópa upp og skrúbba eftir smiðinn, svo að allt liti þetta þokkalega út, þegar aðgangsharðir umsækjendur um skólavist færu að knýja dyra.

Maður, líttu þér nær. Svar til Klemensar Sigurðssonar

Heill og sæll, Klemens, þú þarft að kynna þér málið betur.

Þar sem engar þjóðir innan ESB hafa sögulegan rétt til veiða innan íslensku lögsögunnar, stendur það óbreytt eftir aðild, að útlendingar geta ekki stundað veiðar á Íslandsmiðum. Hverri þjóð er í sjálfsvald sett að setja lög og reglur, sem kveða á um löndun afla í strandríkinu, sem ræður lögsögunni.

ER EKKERT AÐ ÓTTAST?

Í Fréttablaðinu þann 1. maí, s.l. tók ég mér fyrir hendur að leiðrétta 11 firrur um Evrópusambandið, sem ýmir frambjóðendur héldu að kjósendum í nýliðinni kosningabaráttu. Greinin vakti talsverð viðbrögð lesenda, bæði jákvæð og neikvæð. Sumir lesendur sögðu sem svo: Vera má að þú hafir rétt fyrir þér – eða allavega nokkuð til þíns máls – um þessi ellefu málasvið. En er það virkilega svo, að þú sjáir enga ókosti við Evrópusambandið?

ÓJAFNAÐARFÉLAGIÐ

Árið 1997 fengu tveir amerískir nýfrjálshyggjupostular, Scholes, og Merton, Nóbelsverðlaunin í hagfræði. Það var í viðurkenningarskyni fyrir að hafa leyst “umboðsmannsvandann.” Þeir fundu ráð til að draga úr þeirri áhættu hlutafjáreigenda sem í því felst að fela forstjórum – eins konar embættismönnum – ávöxtun fjármuna sinna.

SKULDAVANDI HEIMILANNA: LEITIN AÐ LAUSNUM

Það eru 80 þús. heimili í landinu. Eftir gengishrunið og verðbólguskotið í framhaldinu er svo komið að um fjórtán þúsund heimili eiga ekki eignir fyrir skuldum (18%). Fimmtungur heimilanna í landinu – um 16 þús. heimili – til viðbótar nálgast hratt að lenda í þessari stöðu. Það er því hvorki meira né minna en um 30.000 heimili sem eru á hættusvæði og þurfa á hjálp að halda.