Riga var þeirrar tíðar Hong Kong – alþjóðleg verslunarmiðstöð – sem flutti útflutningsafurðir hins mikla rússneska meginlands til markaða Hansaborganna: Lübeck, Kaupmannahafnar, Hamborgar og Amsterdam. Og þar sem eru líbbleg viðskipti, kviknar gjarnan blómleg menning. Það var þarna sem Richard Wagner tók út þroska sinn sem tónskáld og Eisenstein lagði löngu seinna grundvöllinn að sovéskri kvikmyndalist. Flestar borgir við Eystrasalt voru satt að segja lítið annað en útkjálkaþorp í samanburði við hina fjölþjóðlegu menningu sem blómstraði í Riga, þegar hún var á hátindi frægðar sinnar.
Dr. Gísli Reynisson, ræðismaður – minning
Sú var tíð að Riga var djásnið í kórónu sænska stórveldisins. Hún var stærsta borg Svíaríkis – stærri og ríkari en Stokkhólmur – og umsvifamesta viðskiptamiðstöð Hansakaupmanna við Eystrasalt. Þetta breytti ekki því að þeir töluðu þýsku í kauphöllinni.