HANNES HAFSTEIN- MINNING

“Ert þú þessi frægi Hannes?” – spurði Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs þegar ég kynnti fyrir henni Hannes Hafstein, aðalsamningamann Íslands í samningum EFTA-ríkjanna við Evrópusambandið um Evrópska efnahagssvæðið. Það sem við köllum EES í daglegu tali. Tónninn gaf til kynna að henni þætti nokkuð til þess koma að taka í höndina á þessum alræmda samningaþjarki Íslands. Þeir eru ekki margir, embættismenn íslenskir, sem forsætisráðherrar í útlöndum leita uppi á alþjóðafundum til þess að mega kasta á þá kveðju. Stjórnmálaforingjum, hverrar þjóðar sem þeir eru, er yfirleitt flest annað betur gefið en örlæti í garð annarra. Þessi saga segir því meira en mörg orð um þau bæði – Gro Harlem og Hannes.

Starf aðalsamningamanns Íslands í EES – samningunum við Evrópubandalagið var hápunkturinn á starfsferli Hannesar Hafsteins. Hafi einhverjir haft um það efasemdir fyrirfram, að Hannes væri réttur maður á réttum stað í því vandasama hlutverki, þá velktist enginn í vafa um það eftirá. Hvorki við, sem bárum pólitíska ábyrgð á samningsgerðinni, né viðsemjendur okkar, hið harðsnúna samningagengi Evrópusambandsins, sem hefur samningatækni að atvinnu alla daga ársins.

Lesa meira

BERGUR SIGUBJÖRNSSON – MINNING

Bergur var óvenjulegur maður. Hann var frjáls í hugsun, frjáls andi. Hann var útkjálkamaður með heimssýn, heimsborgari með djúpar rætur í heimahögum. Hann gerðist þjóðvarnarmaður í ærlegu andófi við veru bandarísks hers á Miðnesheiði, enda frá frá Heiðarhöfn á Langanesi. Samt var hann aldrei þjóðernissinni í þeim skilningi, að hann vildi upphefja ágæti eign þjóðar á kostnað annarra. Þess vegna átti hann stutta samleið með þeim , sem byggðu andóf sitt gegn hersetunni á einni saman þjóðrembunni. Hann var ekki þannig maður. Samt var hann einn af þeim.

Að loknu prófi í viðskiptafræði frá Gylfa og Ólafi Björnssyni, hélt hann eftir stríð til Svíþjóðar, þar sem hann las hagfræði. Það var á þeim tíma, þegar Stokkhólmsháskóli var einhver besti hagfræðiháskóli í heimi. Bergur var fínn hagfræðingur. Og hafði alltaf, meðan okkar kynni héldust, ómengaðan áhuga á því sem máli skipti um þjóðfélagið, sem hættir til að fara fyrir ofan garð og neðan hjá þeim sem halda að hagfræði snúist um bókhald.

Lesa meira

BANDALAGSÞJÓÐ ÍSLENDINGA Á ÖÐRU FRAMFARASKEIÐI Arnold Ruutel, forseti Eistlands, í opinberri heimsókn á Íslandi

Þann 20. apríl s.l. var þjóðfáni Eista og annarra Eystrasalts- og Austur Evrópuþjóða dreginn að hún í aðalstöðvum NATO í Brussel. Og fyrir þremur dögum var sambærileg athöfn í höfuðstöðvum Evrópusambandsins í höfuðborg Evrópu. Þar með hafði megin markmiðum þessara þjóða um að sameinast á ný þjóðafjölskyldu Evrópu verið náð.

Þessir dagar voru sannkallaðir þjóðhátíðardagar í Tallinn, Riga og Vilnius. Þar með eru Eistar, Lettar og Litháar orðnir bandalagsþjóðir okkar Íslendinga í Atlanzhafsbandalaginu og samstarfsaðilar á Evrópska efnahagssvæðinu. Þessi árangur hefur náðst aðeins þrettán árum eftir að Íslendingar urðu fyrstir þjóða til að viðurkenna endurreist sjálfstæði þessara þjóða í ágúst 1991.Þar með er martröð seinni heimstyrjaldarinnar og hálfrar aldar nauðungarvistar í þjóðafangelsi Sovétríkjanna lokið og framtíðaröryggi tryggt, eins og það best getur orðið í ótryggri veröld.

Lesa meira

THE TRANSFORMATIVE POWER OF EUROPEAN INTEGRATION

Lorenzo di´Medici, whose family ran Florence in the 15th C. is credited with being the first person to coin the phrase “balance of power”. It is a principle that became one of the key foundations of the European disorder for five hundred years. The logic of the balance of power between competing nationstates led to a state of perpetual war in Europe and beyond. This has been the curse of European history.

(1)
The British philosopher, Bertrand Russel, in dissecting the malignant cancer of extreme nationalism, often tied up with missionary religious sectarianism, came up with a proposal for a radical solution. He proposed the outsourcing of history.

Continue reading

ICELAND´S ROLE

Sir:
In his article and accompanying interview 08.04.05 on the Council on Foreign Relations web page Mr. Uffe Elleman-Jensen, the former Danish Foreign Minister maintains:
(1) That he “moved forward alone” in restoring diplomatic relations with the Baltic states and by his action he made Denmark “the first country” to do so.
(2) That Iceland was somehow in a different position and therefore does not count in “the story”.
(3) That the Bush 1 administration was a stalwart supporter of the restoration of the Baltic countries when their fate was decided 1988-91.
I regret to say that on all counts Mr. Jensen is wrong.

Iceland´s role.

In the Seimas building in Vilnius there is a photo gallery of persons who, according to Lithuanian history, had a role to play in the nation´s struggle for reclaiming independence. The first photo is of the Foreign Minister of Iceland (not Denmark) with a text explaining that he was the first foreign minister to formally recognize the restored independence of Lithuania. For the same reason, the Vilnius City Council made the Icelandic Foreign Minister at the time an honorary citizen of Vilnius and renamed a street in the heart of Vilnius Iceland Street on the same occasion.

Continue reading

DR. MARO SONDAHL, RÆÐISMAÐUR ÍSLANDS Í CURITIBA Í BRASILÍU – MINNINGARGREIN

Einar Gústafsson, ferðamálafulltrúii í New York og frændi hans flutti okkur þá harmafregn, að Maro Sondahl, ræðismaður Íslands í Curitiba í Brasilíu, hefði farist í hörmulegu umferðarslysi í Norður- Brasilíu þann 10. Jan. s.l.. Maður sem geislaði af bjartsýni, atorku og lífsgleði væri allur. Mig setti hljóðan. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er.

Minningarnar um góðan dreng hrannast upp. Það var síðla vors árið 1999. Sendiherra-hjónin í Washington D.C. héldu til Brasilíu til að afhenda Cardosa forseta trúnaðarbréf fyrir sendiherra Íslands í Brasilíu. Ég átti í framhaldinu viðræður við utanríkisráðherra, þróunarmálaráðherra, sjávarútvegsráðherra, senatora og fylkisstjóra. En hafði samt allan tímann í huga að taka frá tvo daga til að heimsækja borgina Curitiba í Parana í Suður-Brasilíu. Af því að ég hafði haft spurnir af því, að þar væri marga af afkomendum Brasilíufaranna að finna.

Lesa meira

THE BALTIC ROAD TO FREEDOM: 1987-1991“BREAKING THE SILENCE” The issue of the Independence of the Baltic States on the International Agenda, 1987-1991

Fifteen years ago 35 Foreign Ministers of European States and North America gathered in Copenhagen to address the issue of human rights. The Conference was convened within the framework of the CSCE-process, as it was called in those days.

“BREAKING THE SILENCE”
The issue of the Independence of the Baltic States on the International Agenda, 1987-1991
By Mr.Jón Baldvin Hannibalsson, Minister for Foreign Affairs & External Trade of Iceland 1988 – 1995

Continue reading

RÖGNVALDUR SIGURJÓNSSON, KONSERTPÍANISTI, MINNINGARGREIN

Það var vorið 1965, og ég var á gangi um Vesturgötuna í einhverjum gleymdum erindagerðum. Ég gekk framhjá fornfálegu, tvílyftu timburhúsi, sem stóð úti við gangstéttina. Þegar ég var kominn framhjá, sneri ég við og gekk til baka. Tók ég rétt eftir því, að það voru engin gluggatjöld á neðri hæðinni? Húsið skyldi þó ekki vera til sölu? Ég var nýkominn heim frá námi og hafði ströng fyrirmæli um að hafa augun opin fyrir húsnæði í gamla vesturbænum. Ég knúði dyra hálfhikandi. Og mikið rétt. Húsráðandi, frú Sigríður Siemsen, ekkja Páls Einarssonar, fyrsta borgarstjóra Reykjavíkur, sagðist vera að bíða eftir kaupanda. Og hér var hann kominn. Daginn eftir var gengið frá kaupunum. Þetta var ást við fyrstu sýn. Ég fann, að húsið hafði sál, og það tók hlýlega á móti mér. Hitt vissi ég ekki fyrr en Bryndís var flutt inn með allt sitt hafurtask og búin að glæða þetta gamla hús nýju lífi, að því fylgdi kaupbætir á efri hæðinni. Þar bjuggu Rögnvaldur og Helga ásamt sonum sínum Þór og Geir. Upp frá því var tónlist Rögnvaldar undirtóninn í lífi okkar allra næstu árin. Reyndar varð þetta sögufræga hús umgjörðin um líf okkar Bryndísar og barnanna í aldarfjórðung. Að vísu varð tæplega tíu ára hlé meðan við Bryndís skruppum vestur til að stofna menntaskólann. Þegar við snerum aftur, voru Rögnvaldur og Helga á braut. En sambandið rofnaði aldrei, heldur varð að vináttusambandi fyrir lífstíð.

Rögnvaldur og Helga voru ólík sem dagur og nótt. Hann lifði fyrir tónlistina, en hún lifði fyrir hann. Hann var hávær, stórkarlalegur, frásagnaglaður og hamhleypa við hljóðfærið. Hún var hljóðlát, hugulsöm, mild í dómum og hjartaprúð og sá um í smáu og stóru, að hann gæti sinnt köllun sinni. Til samans voru þau fullkomin, menningarheimili í hjarta þessa vaxandi þorps, sem hafði aðdráttarafl fyrir þá, sem leituðu út fyrir hversdagsleikann.

Lesa meira

TWO SUCCESS STORIES

This article was published in Morgunblaðið, Reykjavík,on the occasion of the 85 years anniversary of the independence of those two countries (01.12.2003).

At the end of the First World War – the war to end all wars – several new states emerged on the European scene. Among them were Finland and Iceland and Estonia, Latvia and Lithuania on the Baltic shore. Their high hopes for their newly won independence were to be severely tested during the course of the 20ieth century – the most violent century in the history of mankind, so far.
Iceland achieved its independence from Denmark by a treaty that entered into force December 1st, 1918. That day has since been celebrated in Iceland as the “Day of Sovereignty”, although the remaining ties to the Danish king were not severed until 1944, when Iceland was finally declared a republic. That was done at Thingvellir – where the oldest Parliament in the world was founded – in the year 930. Today Icelanders therefore celebrate the 85th anniversary of their national sovereignty in the modern world.

1.

The 6th of December is the most solemnly celebrated day in the Finnish calender as Finland´s Independence Day. Both nations have a lot to celebrate on those historic dates. Finland and Iceland have since then been the outposts, one in the east, the other in the west, of the Nordic world. The Nordic countries are bound together by common history reaching back for at least two millennia. With home rule for Greenland in the west and the ever growing co-operation between the Nordic countries and their closest neighbors to the east, Estonia, Latvia and Lithuania, we are a part of the fastest growing region in a newly integrated Europe. This is a vast region by land and sea, larger in area than continental Western Europe. More importantly, this is a region endowed with great potential for the future. This is a region that can lead a troubled world – not by force – but by example.

Continue reading

A CAUSE FOR CELEBRATION

1.

For someone who has been here – a few days after „Bloody Sunday“,January 13th, 1991 – returning to Vilnius is still today an emotionally charged experience. The questions that were uppermost in our minds at that time were those: Would Stalin´s inheritors in the Kremlin make another attempt at turning back the clock of history? Or had they lost their nerve to use force to impose their will?

At that moment we did not know.

What we did know was this: Had they summoned up their courage – or let their desperation gain the upper hand – to use military force against a nation unarmed, we would have experienced a bloodbath on a horrendous scale.

Continue reading