Í MINNINGU ÁRNA ÁRNASONAR

Árni, vinur minn, Árnason naut þess heiðurs að vera ræðismaður Íslands í þeirri borg á jarðarkringlunni, þar sem Íslendingar eru í mestum hávegum hafðir, Vilníus, höfuðborg Litháens. Ekki sakaði, að Árni var höfði hærri en annar lýður – nánast tveggja metra maður – en það þykir kjörstærð fyrir þjóðaríþrótt Litháa, sem er körfuknattleikur. Þegar saman fer að hafa alla burði til að ná landsliðinu í körfubolta og að vera íslenskur í þokkabót, verður ekki lengra komist í þessu lífi í þvísa landi. Árni ræðismaður var því í hávegum hafður, og honum stóðu allar dyr opnar í Vilníus.

Að loknum prófum í viðskipta- og rekstrarfræðum hér heima og frá Verslunarháskólanum í Kaupmannahöfn gerðist Árni útrásarmaður, eins og það heitir nú til dags. Hann var Hafskipsmaður og var alla ævi stoltur af því. Því næst vann hann að útflutningi og markaðsöflun fyrir lagmetisiðnaðinn, Álafoss og Útflutningsráð. Þegar kjarkmiklir menn tóku höndum saman um að stofna hátæknilyfjaverksmiðju í Litháen, fáeinum árum eftir að Litháar endurheimtu sjálfstæði sitt, varð Árni fyrir valinu til að veita henni forstöðu. Þetta var brautryðjendastarf, en eins og oft á við um brautryðjendur, voru þeir þarna of snemma á ferðinni til þess að þetta mætti takast. Hálfum áratug síðar, eða svo, hefði þetta getað orðið blómlegur bissniss, en eigendur Ilsanta hafði þrotið örendið, áður en á það reyndi. Þessi dæmi sýna, að Árni var nokkrum skrefum á undan sinni samtíð; hann var í útrásarsveitinni áður en rásbrautin var orðin bein og breið. Þeir sem síðar fetuðu í þessi fótspor, gátu ýmislegt lært af reynslunni.

Lesa meira

WHY ARE SMALL NATIONS DOING SO WELL?

Why are some nations rich while others are poor?

How have some nations made it from poverty to prosperity –
while others have failed?
Why are many small nations outperforming many bigger
ones, in the international race to the top?
Why, indeed, is the majority of mankind entrapped in
exreme poverty, although we have the the knowledge,
technology and resources to end poverty in the lifetime of a
generation?

Continue reading

PÉTUR SIGURÐSSON – MINNING

Þegar ég kom fyrst til vetursetu á Alþingi haustið 1982, hafði Pétur setið þar fyrir í heilan áratug. Hann var beitarhúsaformaður í Skjaldbreið – húsvörður á nútímamáli, en þar var að finna skrifstofur þingmanna í forsköluðum timburhjalli, sem áður hafði verið hótel með vafasamt rykti.

Pétur var því þingreyndur maður, þegar fundum okkar bar fyrst saman. En meira máli skipti, að hann var lífsreyndur maður. Hann hafði staðið sína plikt sem sjómaður á yngri árum, staðið fyrir útibúi kaupfélagsins á Grundarfirði, setið bæði í stjórn sjómannafélagsins og frystihússins á staðnum og boðið fram krafta sína í sveitarstjórn í sextán ár, þrjú kjörtímabil í Eyrarsveit (Grundarfirði) og eitt á Kjalarnesi. Fyrir Framsóknarmenn með stórum staf. Því að hann var Framsóknarmaður í húð og hár.

Lesa meira

ÞEGAR Á REYNIR

Ég tek eftir því, að vinur minn Sighvatur Björgvinsson, birtir grein á heimasíðu formanns Samfylkingarinnar honum til stuðnings í yfirstandandi formannskjöri. Þar með þykir það ekki tiltökumál, þótt sendiherra fjalli opinberlega um formannskjör í flokki sínum – ef þeir styðja Össur. Þá hlýtur það að gilda jafnt um aðra formannsframbjóðendur. Jafnræðisreglan blífur, ekki satt?

Sighvatur lýsir áhyggjum sínum af því að formannskjör kunni að skaða flokkinn. Þá hefur hann sjálfsagt í huga bitra reynslu af slíkum átökum í Alþýðuflokknum fyrr á tíð. Átökin milli Héðins og Jóns Baldvinssonar og Hannibals og Stefáns Jóhanns enduðu með klofningi. Hreyfing íslenskra jafnaðarmanna galt þeirra um langa hríð. Fleiri dæmi mætti nefna. Slík átök eru víti til að varast.

Lesa meira

UM SAMKEPPNISHÆFNI ÞJÓÐA

Aðgát skal höfð í nærveru fjármagns. Þetta er kjarninn í kennisetningum frjálshyggjunnar. Við verðum að hlú að fjármagninu. Annars gæti það fyrtst og flúið þangað, sem betur er að því búið. Eftir sæti þá hnipin þjóð í vanda. Hagvöxtur mundi daprast, störfum fækka, atvinnuleysi héldi innreið sína.

Samkvæmt fagnaðarerindinu skal markaðurinn ríkja frjáls. Þá mun allt annað veitast yður: Hagvöxtur, erlendar fjárfestingar, nýsköpun og auðsköpun. Að vísu mun auðurinn safnast á fáar hendur. En hafið ekki áhyggjur: Molarnir munu um síðir hrjóta af borðum hinna ríku. Hafið því biðlund. Alla vega er engra annarra kosta völ: Velferðarríkið, með sín miklu ríkisafskipti og háu skatta, er dauðadæmt.

Lesa meira

ÚKRAÍNA

Ukraína er á krossgötum. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda um pólitískan vilja þeirra til að Ukraína skipi sér í raðir evrópskra lýðræðisríkja (með aðild að EU og NATO) eru engar raunhæfar líkur á að það gerist í bráð. Þrettán ár eru liðin frá því að landið lýsti yfir sjálfstæði 1991. Árangurinn er í besta falli ójafn, í versta falli hörmulegur. Um margt svipar þróuninni meira til Rússlands en til Mið- og Austurevrópuríkja eða til Eystrasaltsríkjanna. Ukraína nær ekki framhaldseinkunn á neinn þeirra mælikvarða, sem Evrópusambandið og NATO setja að skilyrði fyrir inngöngu. En þeir eru: Fjölflokkalýðræði með frjálsum kosningum og frjálsum fjölmiðlum; réttarríki með sjálfstæðum dómstólum, opið hagkerfi þar sem ríkir markaðssamkeppni skv. viðurkenndum leikreglum. Ekkert af þessu hefur náð að dafna í Ukraínu, og á sumum sviðum er um að ræða afturför frá umbótatímabilinu í upphafi 1991.

Lýst eftir stefnu

Við þessar kringumstæður er alvarleg hætta á, að Evrópusambandið og Bandaríkin gefi Ukraínu upp á bátinn sem vonlaust tilfelli. Bandaríkjamenn sýndu Ukraínu að vísu mikinn áhuga á árunum 1991-2 til 1996, meðan þeir voru að ná samningum um aftengingu vetnisvopnabúrs Ukraínumanna eða um framsal þess til Rússa.

Lesa meira

HANNES HAFSTEIN- MINNING

“Ert þú þessi frægi Hannes?” – spurði Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs þegar ég kynnti fyrir henni Hannes Hafstein, aðalsamningamann Íslands í samningum EFTA-ríkjanna við Evrópusambandið um Evrópska efnahagssvæðið. Það sem við köllum EES í daglegu tali. Tónninn gaf til kynna að henni þætti nokkuð til þess koma að taka í höndina á þessum alræmda samningaþjarki Íslands. Þeir eru ekki margir, embættismenn íslenskir, sem forsætisráðherrar í útlöndum leita uppi á alþjóðafundum til þess að mega kasta á þá kveðju. Stjórnmálaforingjum, hverrar þjóðar sem þeir eru, er yfirleitt flest annað betur gefið en örlæti í garð annarra. Þessi saga segir því meira en mörg orð um þau bæði – Gro Harlem og Hannes.

Starf aðalsamningamanns Íslands í EES – samningunum við Evrópubandalagið var hápunkturinn á starfsferli Hannesar Hafsteins. Hafi einhverjir haft um það efasemdir fyrirfram, að Hannes væri réttur maður á réttum stað í því vandasama hlutverki, þá velktist enginn í vafa um það eftirá. Hvorki við, sem bárum pólitíska ábyrgð á samningsgerðinni, né viðsemjendur okkar, hið harðsnúna samningagengi Evrópusambandsins, sem hefur samningatækni að atvinnu alla daga ársins.

Lesa meira

BERGUR SIGUBJÖRNSSON – MINNING

Bergur var óvenjulegur maður. Hann var frjáls í hugsun, frjáls andi. Hann var útkjálkamaður með heimssýn, heimsborgari með djúpar rætur í heimahögum. Hann gerðist þjóðvarnarmaður í ærlegu andófi við veru bandarísks hers á Miðnesheiði, enda frá frá Heiðarhöfn á Langanesi. Samt var hann aldrei þjóðernissinni í þeim skilningi, að hann vildi upphefja ágæti eign þjóðar á kostnað annarra. Þess vegna átti hann stutta samleið með þeim , sem byggðu andóf sitt gegn hersetunni á einni saman þjóðrembunni. Hann var ekki þannig maður. Samt var hann einn af þeim.

Að loknu prófi í viðskiptafræði frá Gylfa og Ólafi Björnssyni, hélt hann eftir stríð til Svíþjóðar, þar sem hann las hagfræði. Það var á þeim tíma, þegar Stokkhólmsháskóli var einhver besti hagfræðiháskóli í heimi. Bergur var fínn hagfræðingur. Og hafði alltaf, meðan okkar kynni héldust, ómengaðan áhuga á því sem máli skipti um þjóðfélagið, sem hættir til að fara fyrir ofan garð og neðan hjá þeim sem halda að hagfræði snúist um bókhald.

Lesa meira

BANDALAGSÞJÓÐ ÍSLENDINGA Á ÖÐRU FRAMFARASKEIÐI Arnold Ruutel, forseti Eistlands, í opinberri heimsókn á Íslandi

Þann 20. apríl s.l. var þjóðfáni Eista og annarra Eystrasalts- og Austur Evrópuþjóða dreginn að hún í aðalstöðvum NATO í Brussel. Og fyrir þremur dögum var sambærileg athöfn í höfuðstöðvum Evrópusambandsins í höfuðborg Evrópu. Þar með hafði megin markmiðum þessara þjóða um að sameinast á ný þjóðafjölskyldu Evrópu verið náð.

Þessir dagar voru sannkallaðir þjóðhátíðardagar í Tallinn, Riga og Vilnius. Þar með eru Eistar, Lettar og Litháar orðnir bandalagsþjóðir okkar Íslendinga í Atlanzhafsbandalaginu og samstarfsaðilar á Evrópska efnahagssvæðinu. Þessi árangur hefur náðst aðeins þrettán árum eftir að Íslendingar urðu fyrstir þjóða til að viðurkenna endurreist sjálfstæði þessara þjóða í ágúst 1991.Þar með er martröð seinni heimstyrjaldarinnar og hálfrar aldar nauðungarvistar í þjóðafangelsi Sovétríkjanna lokið og framtíðaröryggi tryggt, eins og það best getur orðið í ótryggri veröld.

Lesa meira

THE TRANSFORMATIVE POWER OF EUROPEAN INTEGRATION

Lorenzo di´Medici, whose family ran Florence in the 15th C. is credited with being the first person to coin the phrase “balance of power”. It is a principle that became one of the key foundations of the European disorder for five hundred years. The logic of the balance of power between competing nationstates led to a state of perpetual war in Europe and beyond. This has been the curse of European history.

(1)
The British philosopher, Bertrand Russel, in dissecting the malignant cancer of extreme nationalism, often tied up with missionary religious sectarianism, came up with a proposal for a radical solution. He proposed the outsourcing of history.

Continue reading