BROTTFÖR HERSINS: ÍSLAND OG BANDARÍKIN, EIGUM VIÐ SAMLEIÐ?:

Þann 15. mars s.l. tilkynntu bandarísk stjórnvöld einhliða þá ákvörðun sína að binda endi á veru varnarliðsins hér á landi eftir um sex áratuga nær óslitna dvöl í landinu. Eftir sátu þáv. forsætis- og utanríkisráðherrar Íslands, vígsnautarnir úr Írakstríðinu furðu lostnir og vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Þeir höfðu reynt að telja sjálfum sér og öðrum trú um að samningaviðræður væru í gangi, á grundvelli varnarsamningsins frá 1951. Allt í einu stóðu þessir menn uppi eins og glópar frammi fyrir orðnum hlut. Þeir höfðu gert sig seka um rangt stöðumat, óleyfilega trúgirni og dómgreindarbrest.

Einhliða ákvarðanir Bandaríkjastjórnar.

Hið ranga stöðumat fólst í því að loka augunum fyrir því að ákvörðunin var fyrir löngu tekin í Pentagon um heimkvaðningu varnarliðsins. Trúgirnin birtist í því að þessir menn héldu, að þeir væru teknir alvarlega í samningaviðræðum. Svo reyndist ekki vera. Dómgreindarbrestur má það heita að beita hótunum – um uppsögn varnarsamningsins – en standa svo ekki við það, þegar á reyndi. Hótunin reyndist marklaus. Núverandi forsætisráðherra bætti ekki úr skák þegar hann lýsti því yfir, að í varnarmálum ættu Íslendingar “ekki annarra kosta völ” en að leita á náðir Bandaríkjamanna. Það var ekkert “plan-B,” frekar en í Írak. Þar með eyðilagði hann samningsstöðu sína.

Lesa meira

VIÐ BROTTFÖR HERSINS: SJÁLFSTÆÐ UTANRÍKISSTEFNA?

Brottför bandaríska hersins af íslandi þann 30. sept. s.l. markar tímamót í Íslandssögunni. Vera hersins á Íslandi klauf þjóðina þegar í tvær andstæðar fylkingar. Samkomulag núverandi ríkisstjórnar við Bandaríkjastjórn um það sem við tekur er, að mati greinarhöfundar, ekki frambúðarlausn. Samkomulagið vekur í reynd fleiri spurningar en það svarar um öryggismál þjóðarinnar í framtíðinni.

Brottför hersins markar þáttaskil. Við erum nú að byrja nýjan kafla í Islandssögunni. Íslendingar þurfa að taka öryggis- og varnarmál þjóðarinnar í framtíðinni til gegngerrar endurskoðunar. Ytri aðstæður og viðhorf í heimsmálum eru nú öll önnur en var, þegar núverandi fyrirkomulag var mótað. Nú þurfum við sameiginlega að leita svara við þeirri spurningu, hvar Íslendigar eigi heima í fjölskyldu þjóðanna í framtíðinni að loknu köldu stríði andstæðra hugmyndakerfa. Þau Bandaríki,sem nú bjóða heiminum birginn, eru öll önnur en þau, sem voru “vopnabúr lýðræðisins” á árum seinni heimsstyrjaldar. Samrunaferlið í Evrópu hefur gerbreytt heimsmyndinni í okkar heimshluta. Í ljósi þessara og annarra breytinga í umhverfi okkar, þurfum við nú að hugsa ráð okkar upp á nýtt. Þeirri umræðu verður ekki slegið á frest. Þessi grein, og önnur í framhaldinu, eru framlag höfundar til til þeirrar umræðu.

Lesa meira

SMALL NATIONS IN THE ERA OF GLOBALIZATION HOW ARE THEY DOING?

What is the status of small nations in the era of globalization? How are they doing? What are their prospects? Are they doing better or worse than the so called major states? Are they doing better or worse than they did in the 20th C; in the bi-polar world of the cold war or in the inter- war period, under the shadow of the totalitarian menace of military conquest?
As a former Minister for Foreign Affairs and an ambassador of a small state, Iceland, I wish to use this opportunity to share with you my thoughts on this subject. As citizens of a small state, celebrating the 15th anniversary of your restored independence, this is hopefully a matter of mutual interest.

1.
As a matter of fact I have recently started a new career as a visiting scholar at two universities in Iceland where one of my courses has to do with the question of the capacity of small states to take care of their vital interests, such as security and business interests, in the international system.

Continue reading

MISSIONARIES OR MUSEUM-KEEPERS?

Ráðstefna um guðleysi, ásamt Richard Dawkins, Kaffi Reykjavík.
During my happy student days at Edinburgh University in the early sixties (the 20ieth century, to be sure) I once had the opportunity to attend the Labour Party annual conference as a representative of a radical student organization. I still remember the opening ceremony as vividly as if it had happened yesterday.

1.
During my happy student days at Edinburgh University in the early sixties (the 20ieth century, to be sure) I once had the opportunity to attend the Labour Party annual conference as a representative of a radical student organization. I still remember the opening ceremony as vividly as if it had happened yesterday.

Continue reading

ÚR FELUM

Geimvera, sem fengi það óöfundsverða hlutverk að fylgjast með borgarstjórnarkosningum í Reykjavík vorið 2006 og að senda skýrslu til geimkynnis síns, mundi trúlega eiga bágt með að fatta fídusinn í sjónarspilinu. Geimveran mundi álykta sem svo, að ritstjóri Morgunblaðsins væri fylgismaður Fidels Castro í heilögu stríði gegn fákeppnisklíku auðvaldsins. Og að nánustu bandamenn hans væri að finna í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins, undir forystu velviljaðs öldungs að nafni Vilhjálmur. Geimveran sæi í hendi sér, að þessi góði flokkur mætti ekkert aumt sjá og æli einkum önn fyrir börnum, konum, öldruðum og öryrkjum. Þetta bágstadda fólk ætti hins vegar undir högg að sækja hjá atvinnumiðlun Framsóknarflokksins ehf. , sem hefði lagt undir sig Heilbrigðisráðuneytið til þess að herja þaðan á varnarlaust fólk. Áróðursbæklingar Sjálfstæðisflokksins, leiknar sjónvarpsauglýsingar og annað kruðerí, litverpt úr bláu í bleikt, mundi styrkja geimveruna í þessum söguskilningi.

Höfundur velferðarríkisins.

Allar efasemdir hefðu svo horfið úr huga geimverunnar við að heyra Kjartan Gunnarsson, fjárfesti, (sem stýrði Sjálfstæðisflokknum og Landsbankanum um skeið í aukavinnu) upplýsa almenning um það í útvarpsþætti í vikulokin, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fundið upp velferðarríkið.

Lesa meira

Í MINNINGU GALBRAITHS. ÖRBIRGÐIN Í ALLSNÆGTUNUM

Allsnægtaþjóðfélagið (“The Affluent Society”) eftir John Kenneth Galbraith kom út árið 1958. Þar með hafði kvatt sér hljóðs maður, sem átti eftir að hafa mótandi áhrif á skoðanir margra af minni kynslóð um margt af því, sem mestu máli skipti í samtímanum. Galbraith var skarpskyggn hagfræðingur, heillandi rithöfundur og vel innrættur jafnaðarmaður – allt í sömu persónunni. Hann var sérfræðingur í að afhjúpa innistæðuleysi venjuviskunnar –“ the conventional wisdom” – en það er hugtak, sem hann átti höfundarréttinn að. Hann lést 29. apríl s.l., 97 ára að aldri. Með honum er horfinn af sjónarsviðinu einn áhrifaríkasti fulltrúi hinnar frjálslyndu Ameríku, sem afgangurinn af heiminum batt vonir við. Þess vegna er vert að minnast hans með nokkrum vel völdum orðum.

Allsnægtir og örbirgð.

Áhrifamesta bók hans, Allsnægtaþjóðfélagið, kom út árið sem ég lauk stúdentsprófi, en ég komst fyrst í tæri við hana nokkrum árum seinna, á námsárunum í Edinborg. Þessi bók opnaði heilli kynslóð nýja sýn á grundvallarþversögn amerísks kapitalisma. Þessi þversögn birtist okkur í einkaveröld allsnægtanna mitt í niðurníðslu almannaþjónustu. Hann festi þessa þjóðfélagsmynd í hugskoti lesenda sinna með orðtakinu: “Private affluence amid public squalor”. Þessi mynd er ekki síður raunsönn lýsing á amerísku þjóðfélagi í dag en hún var fyrir hálfri öld. Víggirt villuhverfi, lúxusbílar og óhófsneysla en vanræktar almannasamgöngur, niðurnídd fátækrahverfi, engar almannatryggingar, opinbert skólakerfi og heilsugæsla að hruni komið. Fimmtungur barnafjölskyldna undir fátæktarmörkum og lífsgæði undirstéttarinnar, sem minna meira á þriðja heiminn en ríkasta þjóðfélag heims. Þetta hefur ekki breyst til hins betra frá því að Galbraith afhjúpaði sannleikann um ójöfnuð og stéttaskiptingu bandarísks samfélags. Þvert á móti. Það hefur versnað um allan helming. Draumurinn um land tækifæranna hefur snúist upp í andhverfu sína. Bandaríkin eru nú mesta ójafnaðarþjóðfélag meðal þróaðra þjóða í heiminum.

Lesa meira

HVERJIR ERU ÞESSIR ÍSLENDINGAR?

Hverjir eru þessir Íslendingar, og hvaðan koma þeir? Íslendingar geta státað af því, umfram flestar aðrar þjóðir, að eiga skráðar heimildir um fund landsins og landnám á 9du og 10du öld. Þetta gerist á útþensluskeiði norrænna manna, sem við köllum Víkingaöld, u.þ.b. 800-1190, ef fall Dyflinar sem víkingavirkis árið 1190 er talið tákna lok þess tímabils. Á Víkingaöld leituðu norrænir menn út frá meginlandi Skandínavíu austur og vestur og jafnvel suður á bóginn inn í veröld Miðjarðarhafsins. Sókn þeirra yfir Atlantshafið í áföngum með fundi og landnámi Færeyja, Íslands, Grænlands og loks meginlands Norður-Ameríku um árið 1000, var afrek, sem færði út landamæri hins þekkta heims þeirrar tíðar, hálfu árþúsundi á undan Kólumbusi. Ógrynni heimilda hafa varðveist, þ.á.m. í Íslendingasögum, um samskipti norrænna manna, misjafnlega friðsamleg, og hinna ýmsu ættbálka handan Eystrasalts, sem nú byggja þau lönd, sem við köllum Finnland, Eistland, Lettland og Litháen og inn í Rússland og Úkraínu. Lívónía, Kúrland og Kænugarður eru kunnuglegt sögusvið í Íslendingasögum.

Víkingar sóttu í vesturveg til skosku eyjanna, inn í Skotland og Írland og til Englands og stofnuðu reyndar víkingaríki í Normandí í Frakklandi. Vilhjálmur hinn sigursæli, sem seinustum manna heppnaðist innrás í England árið 1066, var beinn afkomandi Göngu-Hrólfs, stofnanda víkingaríkisins í Normandí. Tæknikunnátta við skipasmíði, sjómennskureynsla og siglingakunnátta tryggði víkingum yfirburði umfram aðra á þeim tíma. Það voru þessir tæknilegu yfirburðir, sem gerðu víkingum kleift að stunda úthafssiglingar á Atlantshafi og brúa þannig bilið milli Evrópu og Ameríku í fyrsta sinn, svo vitað sé.

Lesa meira

LENNART MERI, FYRRVERANDI FORSETI EISTLANDS

Af öllum þessum mönnum, sem voru í fararbroddi sjálfstæðishreyfinga Mið- og Austur Evrópu á árunum 1988 fram að falli Ráðstjórnarríkjanna 1991 og ég kynntist á þessum árum, skera þrír sig úr. Lennart Meri frá Eistlandi, Vytautas Landsbergis frá Litháen og Vaclav Havel frá Tékkóslóvakíu. Auðvitað ber að geta rafvirkjans frá Gdansk, Walensa, en honum kynntist ég aldrei. En þessi þrír, sem ég gat í upphafi, voru allir listamenn. Enginn þeirra hefði náð frama í pólitík undir venjulegum kringumstæðum. Til þess voru þeir allir of óvenjulegir. Þeir voru listamenn, sem kerfið skildi að voru hættulegir af því að menning þjóða þeirra var þeim runnin í merg og bein. Kerfið skildi, að ef það tækist að uppræta þá – einangra þá og drepa andlega – þá væri ekkert eftir.

Allir gegndu þeir lykilhlutverki, þegar mest á reið. Þjóðir þeirra fundu í sínu innsta eðli, að þeim væri treystandi fyrir sjálfu fjöregginu: Sameiginlegri menningu og reynslu þjóða í ánauð. Það var von til þess, að fulltrúar annarra þjóða, sem hittu þessa menn, augliti til auglitis, gætu skilið, að það var barist fyrir einhverju, sem skipti máli; tungumáli, sögu, reynslu, í einu orði sagt – menningu – sem heimurinn stæði snauðari eftir, ef hún færi forgörðum. Það er framlag listamannsins til lífsins. Þeir voru kjörnir til að berjast fyrir lífi þjóða sinna, af því að þeir skildu hvað það er, sem gefur lífinu gildi. Réttir menn á réttum stað á réttum tíma. Hvers frekar geta menn óskað sér af örlagadísunum?

Lesa meira

ALÞÝÐUFLOKKURINN 90 ÁRA

Nú þekkist sú skoðun og þykir fín, að þær þjóðir einar, sem gefa fjármagnseigendum lausan tauminn,geti spjarað síg í hinu hnattræna hagvaxtarkapphlaupi. Það megi ekki íþyngja þeim um of með afskiptasemi og sköttum, því að þeir kunni að fyrtast við og fara. Þar með væri hagvöxturinn í hættu og um leið atvinna og afkoma almennings. Þeim þjóðum gangi hins vegar allt í haginn, sem dansa eftir töfraflautu fjármagnsins, lækka skatta, einkavæða ríkisfyrirtæki og þjónustu og láta af óþarfa afskiptasemi og eftirliti.
Það fylgir sögunni, að það sé engra annarra kosta völ. “Take it or leave it”, eins og þeir segja á máli villta vestursins.

1.
Þannig hljóðar í stuttu máli erkibiskupsboðskapur nýfrjáls-hyggjunnar, sem stundum er kenndur við höfuðstöðvar hennar og kallast þá “Washington – vizkan”. Boðskapurinn er einatt settur fram, eins og hann væri óumdeild niðurstaða vísindalegra rannsókna. Samt er hann boðaður af ákefð heittrúarmannsins. Þetta trúboð hefur tröllriðið heimsbyggðinni s.l. tvo áratugi. Hinum trúuðu er heitið sæluvist þegar í þessu lífi, en efasemdarmönnum er hótað hörðu í hagvaxtarlausum heimi.

Lesa meira

VILNIUS ROUND-TABLEWESTERN POLICIES TOWARDS THE RESTORATION OF INDEPENDENCE OG THE BALTIC COUNTRIES

Dear friends:
Once again congratulations from afar, from Reykjavík to Vilnius. I understand that you are commemorating the Seimas declaration of Lithuania´s restored independence, March 11, 1990. And assessing and evaluating the attitudes and policies of the Nordic countries towards those historical events across the Baltic Sea. It is high time that this important issue be studied objectively in a historical perspective. I wish you a fruitful discussion.

When the news of the Seimas declaration on the restoration of Lithuania´s independence reached Reykjavík, our parliament – Alþingi, the oldest parliament in the world – spontaneously adopted a unanimous resolution, supporting the declaration. An unequivocal message of this kind from the legislative body of one state to another is of course de facto recognition, if not de jure. It shows that Iceland was already at that time ready to accord full recognition to Lithuania´s independence. But that is not the point. In order to make the act of recognition politically significant – and irreversible – we had to make sure that other states followed suite. The purpose, of course, was to ensure the recognition of the international community, in order to enhance the security of Lithuania´s statehood.

Continue reading