Að loknu prófi í viðskiptafræði frá Gylfa og Ólafi Björnssyni, hélt hann eftir stríð til Svíþjóðar, þar sem hann las hagfræði. Það var á þeim tíma, þegar Stokkhólmsháskóli var einhver besti hagfræðiháskóli í heimi. Bergur var fínn hagfræðingur. Og hafði alltaf, meðan okkar kynni héldust, ómengaðan áhuga á því sem máli skipti um þjóðfélagið, sem hættir til að fara fyrir ofan garð og neðan hjá þeim sem halda að hagfræði snúist um bókhald.
BERGUR SIGUBJÖRNSSON – MINNING
Bergur var óvenjulegur maður. Hann var frjáls í hugsun, frjáls andi. Hann var útkjálkamaður með heimssýn, heimsborgari með djúpar rætur í heimahögum. Hann gerðist þjóðvarnarmaður í ærlegu andófi við veru bandarísks hers á Miðnesheiði, enda frá frá Heiðarhöfn á Langanesi. Samt var hann aldrei þjóðernissinni í þeim skilningi, að hann vildi upphefja ágæti eign þjóðar á kostnað annarra. Þess vegna átti hann stutta samleið með þeim , sem byggðu andóf sitt gegn hersetunni á einni saman þjóðrembunni. Hann var ekki þannig maður. Samt var hann einn af þeim.