VELFERÐARRÍKIÐ OG ÓVINIR ÞESS, GUÐINN SEM BRÁST

Haustið 2002 sótti ég málþing í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í Washington undir heitinu: Secretary´s Forum. Gestgjafinn var Colin Powel, utanríkisráðherra, sem kynnti gestafyrirlesarann, Dr. Jeffrey Sachs, prófessor, nokkrum vel völdum orðum. Dr. Sach hefur á s.l. 20 árum verið ráðunautur ríkisstjórna um efnahagsþróun og hagstjórn í S-Ameríku, A-Evrópu, Asíu og Afríku. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna hafði þá nýlega skipað Dr. Sach ráðgjafa sinn um að hrinda í framkvæmd loforðum þjóðarleiðtoga heimsins um að uppræta örbirgð í heiminum að hálfu fyrir 2015.

Þetta var rúmu ári eftir 11. september, 2001. Árás hryðjuverkamanna á tvíburaturnana í New York og Pentagon í Washington. Bush, Bandaríkjaforseti hafði lýst yfir allsherjarstríði á hendur hryðjuverkamönnum um leið og hann sagði íbúum heimsins, að annað hvort stæðu þeir með Bandaríkjamönnum, eða þeir væru með hryðjuverkamönnunum. Þar væri engin millileið. Í Bandaríkjunum ríkti óttablandið andrúmsloft. Menn kepptust hver um anna þveran að sanna þjóðhollustu og föðurlandsást; þjóðfáninn blakti við hún út úr hverjum glugga, og enginn dirfðist að gagnrýna forsetann af ótta við að vera brugðið um óþjóðhollustu, linkind eða jafnvel landráð. Það er að segja, allir nema einn: Dr. Sach.

Lesa meira

Tilhugalíf

Tilhugalíf er Íslendingasaga í nýjum stíl þar sem bræður berjast og brugguð eru launráð á bakvið tjöldin. Þetta er saga ungs manns sem leggur af stað út í heim með samhyðgina með bræðrum sínum og systrum í veganesti úr foreldrahúsum. Hann ratar víða og fer um skeið villur vegar en finnur loks leiðina heim. Og hreppir á leið sinni ballerínuna sem á huga hans allan.

Jón Baldvin er flugbeittur að vanda, mælskur og ástríðufullur. Umfram allt er hann þó ærlegur og hlífir hvorki sjálfum sér né samferðamönnum. Saga Jóns Baldvins er umbúðalaus, hvort sem sagt er frá einkahögum eða stjórnmálum.

Time is on Their Side

June 5, 1990, a major CSCE-conference on the human dimension was held in Copenhagen, at the invitation of the Foreign Minister of Denmark, Mr. Uffe Ellemann Jensen. In attendance were the foreign ministers of all European states, plus USA and Canada. This conference was a part of a series of meetings, laying the groundwork for new relations between European states in the wake of the cold war. The Berlin Wall had been torn down, Eastern Europe had been set free, and democratically constituted governments had been formed in the Baltic states.

The newly appointed foreign ministers of the Baltic states, Meri, Jurkans and Saudargas, were knocking on the door, asking to be allowed to plead their case for independence. The Soviets presented the host with an ultimatum:if they are let in – we leave. The hosts caved in and the Balts were shown the door. When I heard the news, I threw away my prepared text and spoke exclusively on the Baltic issue, since their voices had been silenced.

Continue reading

Time is on Their Side

Þann 5.júní, 1990 (á Dannebrogsdaginn) var Uffe Ellemann Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, gestgjafi mikillar ráðstefnu utanríkisráðherra allra ríkja Evrópu og Norður-Ameríku. Ráðstefnan var haldin á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (CSCE). Umræðuefnið var mannréttindi sem hornsteinn þjóðfélagsskipunar í Evrópu. Ráðstefnan var liður í röð funda um bætt samskipti austurs og vesturs við lok kalda stríðsins.

Þegar hér var komið sögu, var Berlínarmúrinn fallinn, Austur-Evrópa frjáls, og Eystrasaltsþjóðirnar þrjár, Eistar, Lettar og Litháar, höfðu myndað þingkjörnar ríkisstjórnir að loknum þingkosningum. Nýskipaðir utanríkisráðherrar þeirra, þeir Lennart Meri (Eistlandi), Janis Jurkans (Lettlandi) og Algirdas Saudargas (Litháen) mættu til fundarins og báðu um að fá að ávarpa rástefnuna. Þá hótuðu Sovétmenn að yfirgefa fundinn. Uffe lúffaði, og þeim þremenningum var vísað á braut. Þegar þau tíðindi spurðust, henti ég frá mér fyrirframsömdum ræðutexta og talaði eins og andinn innblés mér, eingöngu um sjálfstæðiskröfur Eystrasaltsþjóða.

Ræðutextinn fer hér á eftir: PDF skjal

Minning: Finnbogi Rútur Valdimarsson bankastjóri

Minning: Finnbogi Rútur Valdimarsson bankastjóri Andlátsfregn Finnboga Rúts föðurbróður míns barst mér í þann mund sem utanríkisráðherrar

V-Evrópuríkja settust á rökstóla í höll Evrópubandalagsins í Brussel – í salarkynnum sem þeir kenna við Karlamagnús.

Mér var hugsað til frænda míns um leið og ég lagði hlustir við orðræðu starfsbræðra minna, í þessari nýju höfuðborg gömlu Evrópu. Mér varð hugsað til þess, að hér hefðihann notið sín öðrum mönnum betur við að sækja og verja málstað Íslendinga í alþjóðamálum og etja kappi við mannvitsbrekkur annarraþjóða, með galdri og kúnst. Hannhefði ekki þurft að nýta neitt túlk unarkerfi, fljúgandi fær sem hann var í höfuðtungum álfunnar: frönsku, spænsku, þýsku og ítölsku (Guðrún dóttir hans hefði kannski þurft að hjálpa upp á rússneskuna). Sérfróður um alþjóðalög og rétt; lifandi alfræðibók um sögu og menningu, hugsunarhátt, hugsjónir, hagsmuni og hindurvitni þeirra þjóða, sem hér áttu fulltrúa viðborðið.

Lesa meira

DIVERSITY IN (DIS)UNITY: GETTING TO KNOW AMERICANS – FIRST HAND

In 1973 I had never been to the United States before. The closest I had come to it was on board an Icelandic deep-sea trawler, fishing off the coast of New Foundland. That´s how I financed my university education in Scotland and Sweden. I was then imbued with the feeling that my ancestors, the Viking explorers, of the 10th and 11th centuries, had been here a thousand years earlier – 500 years ahead of Columbus. Why hadn´t they remained as settlers and conquerors? That remains one of he greatest mysteries of history, unsolved by my nostalgic return.

Why did Ambassador Erving pick me for the international program? A youthful opponent of the Icelandic US defense relationship? A conspicious organizer against any retreat from our fullest claims in extending our exclusive economic zone to 200 miles. A prominent left-wing ideologue, but with no secure power base or a visible political future.

A shrewd fellow, by hindsight, Ambassador Erving. I stem from a highly political family, who had strong ties to the Nordic and European left, but none to the United States. Conspicuously, I was to be studying community colleges. As a matter of fact, I don´t remember any. This was the summer of Water Gate, the impeachement of president Richard Nixon live on TV. I learned more about the politics of mass media during those few weeks than any time before or since.

Continue reading