NÚ ER NÓG KOMIÐ

Fjölskyldusaga eftir Bryndísi Schram.
Nú er nóg komið, gott fólk. Nóg af rógi, aðdróttunum, haturskrifum, illsku og lítilmennsku. Ég er kona – eiginkona, móðir, amma, systir og frænka. Ég er meira að segja feministi, að því er ég best veit. Ég hlýt því að eiga rétt á því að bera hönd fyrir höfuð mér og fjölskyldu minni, þegar að henni er veist með ósönnum áburði.

Ég vil leyfa mér að leiðrétta nokkrar rangfærslur, sem haldið er fram í ákæruskjali Þóru Tómasdóttur á hendur okkur í Nýju lífi, (2.tbl.), í trausti þess, að menn vilji heldur hafa það sem sannara reynist.

Barnaníðingur?

Lesa meira

„Mala domestica …“

Blaðamaður hringdi og sagðist hafa fyrir því heimildir að á morgun (23.feb.“12), birtist viðtal í Nýju Lífi, þar sem ég væri borinn alvarlegum sökum um meinta „kynferðislega áreitni“ við stúlku í fjölskyldu okkar Bryndísar.

Ég baðst undan að svara óséðum ásökunum , en sendi ritsjóra Nýs Lífs tölvupóst og krafðist þess að fá að sjá sakarefni, fyrir birtingu; og að fá ráðrúm til að svara í sömu tölublaði. Það ber að mínu viti ekki vott um að sannleiksást hafi verið höfð að leiðarljósi við undirbúning málsins af blaðsins sjálfu, fyrst ekkert var sannreynt með því að gefa hinum ákærða kost á að bera hönd fyrir höfuð sér.

Lesa meira

VÉLARVANA SKIP Í ÓLGUSJÓ, viðtal við JBH úr Reykjavíkurblaði

  • Minnihlutastjórn situr meðan sætt er
  • Stjórnarandstaðan fangi fortíðar sem leiddi til hruns
  • Verða skyndikosningar neyðarúrræðið

„Ég get sennilega ekki svarað því í einu orði, von eða vonbrigði,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins og utanríkisráðherra þegar Reykjavík spurði hann að því hvað nýtt ár boðaði þjóðinni. Þegar við setjumst inn í stofu í hlýlegu sveitasetri hans í Mosfellsbæ, á meðan vetrarkuldinn og kafsnjórinn blasa við fyrir utan, útskýrir hann hvers vegna svarið við spurningunni sé ekki einfalt.

„ Það eru rúm þrjú ár frá hruni og það er rúmt ár til kosninga. Menn velta vöngum yfir því hvort við höfum náð botninum, hvort við sjáum til sólar, hvort eitthvað ljós sé við endann á göngunum. Þetta var ekkert smááfall og það er óraunsætt að gera ráð fyrir því að sárin séu gróin eftir örfá ár.

Lesa meira

AFHJÚPUN – ritdómur um bók Jóns F. Thoroddsen –

ON THIN ICE
– a modern viking saga about corruption, deception and the collapse of a nation. Brúðuleikur, 2011

Ef þú nennir ekki – eða hefur ekki tíma til – að lesa 2000 bls. Í 9 bindum RANNSÓKNARNEFNDAR ALÞINGIS til að skilja, hvers vegna Ísland hrundi, eins og hendi væri veifað úr fjórða sæti ríkustu þjóða heims niður í stöðu langlegusjúklings í gjörgæslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), þjakað af skuldum, atvinnuleysi og landflótta – þá er þetta tilvalin bók handa þér.

Hér hefur þú söguna alla í hnotskurn á 238 blaðsíðum og á ensku í kaupbæti. Þetta er m.ö.o. tilvalin jólagjöf handa vinum og ættingjum í útlöndum, ekki síst handa þeim, sem flúið hafa landið og eru enn að reyna að átta sig á því, fyrir hverju þeir urðu.

Lesa meira

ON SOLIDARITY OF SMALL NATIONS

Aths: Ísland greiddi atkvæði með – en Litháen gegn – aðild Palestínu að UNESCO hjá Sameinuðu þjoðunum. Af þessu tilefni hafði Ramunas Bogdanas, fyrrverandi aðstoðarmaður Landsbergis, sjálfstæðishetju Litháa, viðtal við JBH með vísan til þess, að JBH hafði frumkvæði að stuðningi alþjóðasamfélagsins við sjálfstæðisbaráttu Litháa þrátt fyrir andstöðu bæði Bandaríkjanna og Þýskalands á þeim tíma. Hvers vegna styðja Litháar þá ekki sjálfstæðisbaráttu Palestínumanna með vísan til eigin reynslu?
Viðtalið birtist á útbreiddum vefmiðli í Litháen og fékk mikla umfjöllun. Það leiddi m.a. til þess, að utanríkismálanefnd Seimas (þjóðþings Litháa) efndi til opins málþings um málið. Viðtalið fer hér á eftir óbreytt.

Q: How did Iceland vote at the UN on admitting Palestine as a full member of UNESCO?

A: Iceland voted yes, since we support the Palestinians´ claim for statehood. We think this is a small step in the right direction. I fully agree with our foreign minister, Mr. Skarphéðinsson, on this issue. I think that Israel´s intransigence and brutality vis a vis Palestinian civilians is one of the great tragedies of our times.The victims of European racial prejudice and brutality have now become the perpetrators of those vices themselves. It is not merely immoral, but stupid, since it goes against the long-term Israeli national interest. It actually endangers Israel´s future security. The US has utterly failed as a mediator in the Israeli-Palestinian conflict and has lost all credibility as such. The silent US aquiesence in the continuous expansion of illegal Israeli settlements in the occupied lands has disqualified the US as a mediator. Both, the US and Israel, have to be helped out of this mess. Before they call upon themselves the rightful wrath of people, suffering from unmitigated injustice.

Continue reading

FRÆGÐIN AÐ UTAN

Hvað getur umheimurinn lært af fordæmi Íslands um það, hvernig á að vinna sig út úr kreppu, án þess að slíta í sundur samfélagsvefinn?

Þetta var „ milljóndollaraspurningin“, sem heimsfrægir hagfræðingar voru fengnir til að svara í Hörpunni (var hún ekki annars byggð fyrir Icesave-þýfið mestan part?) um daginn í kveðjuhófi IMF (AGS). Það vakti athygli mína, að hver og einn hinna heimsfrægu fann það helst til eftirbreytni, sem féll eins og flís við rass inn í fyrirfram mótaða mynd þeirra sjálfra um það, hvað bæri að gera og hvað ætti að forðast.

Martin Wolf hjá Financial Times, klassískur breskur evruvafri (e. eurosceptic) hældi Íslendingum fyrir að halda sig utan ESB og hallmælti þeim, sem vilja sækja um aðild. Hjá Bretum hefur þokan yfir Ermasundið löngum birgt sýn. Nóbelshagfræðingurinn Krugman er á móti því, rétt eins og ég, að bjarga bönkum á kostnað skattgreiðenda (grísk-írska leiðin). Hann sagði það til fyrirmyndar, að íslensku bankarnir fóru á hausinn – og enginn fékk gert við því – af því að þeim var ekki viðbjargandi (og að „Þjóðverjar“ sátu uppi með 2/3 af skuldunum).

Lesa meira

AF SÖGUFÖLSUNARFÉLAGINU

Mottó:
„…að verma sitt hræ við annarra eld
og eigna sér bráð sem af hinum var felld
var grikkur að raumanna geði“.
(E. Ben. Fróðárhirðin)

Mér hefur borist til eyrna, (seint og um síðir, þar sem ég er einn þeirra fjölmörgu, sem sjá ekki Moggann), að þann 17. sept. s.l. hafi formaður þingflokks Sjálfstæðismanna, Ragnheiður Elín Árnadóttir, birt greinarkorn í Mbl., þar sem hún eignaði frumkvæðið að stuðningi Íslands við sjálfstæði báráttu Eystrasaltsþjóða fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, Þorsteini Pálssyni.

Það mátti ekki seinna vera. Er búið að láta Eystrasaltsbúa vita af þessu? Kannast þeir við manninn? Getur þetta hafa farið framhjá þeim? Í alvöru talað: Mikið hlýtur málefnastaða og sjálfsmynd sjálfstæðismanna á þessum síðustu og verstu dögum eftir HRUN að vera orðin bágborin, fyrst þingflokksformaðurinn telur sæmandi að grípa til svona örþrifaráða til að hressa upp á sálartötrið og sjálfsmyndina.

Lesa meira

Þegar pólitíkin brást og peningarnir tóku völdin

Hugleiðingar í tilefni af bók Jóhanns Haukssonar: ÞRÆÐIR VALDSINS.

Einkunnarorð:
„Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir,það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta“
(Styrmir Gunnarsson, fv. ritstjóri Mbl., í skýrslutöku hjá RnA, VIII, bls. 179).

Arnaldur, Yrsa, Ævar Örn og öll hin spinna sínar íslensku glæpasögur í krafti þeirra eigin frjóa ímyndunarafls. Jóhann Hauksson sækir sinn efnivið í hinn hráslalega veruleika íslensks þjóðfélags eftir HRUN. Mér er nær að halda, að af þessu tvennu sé veruleikinn lyginni líkari. Einkunnarorðin, sem höfð eru eftir Morgunblaðsritstjóranum hér að framan (og hann ætti að vita, hvað hann syngur eftir 50 ára þjónustu í innsta hring valdaklíkunnar) virðast staðfesta það. Enda er nú svo komið, að forráðamenn þjóðarinnar þykjast ekki hafa efni á að byggja nægilega mörg fangelsi fyrir alla þá glæpamenn, sem leika lausum hala úti um allt og bíða vistunar.

Jóhann Hauksson hefur á undanförnum árum reynt að halda uppi heiðri íslenskrar blaðamennsku með fréttaskýringum, þar sem leitast er við að kafa undir yfirborðið og afhjúpa leynda þræði valdsins, „kunningjaveldi og aðstöðubrask“, eins og það er látið heita í undirtitli bókarinnar. Fyrir viðleitni til rannsóknarblaðamennsku af þessu tagi hlaut Jóhann blaðamannaverðlaunin árið 2010. Eftir að Jóhann losnaði undan daglegum kvöðum á DV fékk hann ráðrúm til að rannsaka rætur hrunsins lengra aftur í tímann og af hærri sjónarhól en færi er á af jafnsléttu og við daglegt áreiti blaðamannsins. Þessi bók, „ÞRÆÐIR VALDSINS“, eru afrakstur þessarar iðju. Ef ég ætti að lýsa söguþræði bókarinnar í fáum orðum, hljóðar það svo: Ágrip af sögu spillingarinnar – bók handa byrjendum……

Lesa meira

TILRAUNIN UM ÍSLAND

Í grein sinni „Rányrkjubú“ (TMM, 3, 2011), þar sem hann leitar skýringa á HRUNINU, setur Stefán Jón Hafstein spurningarmerki aftan við kenninguna um, að íslenska hrunið hafi stafað af tilraun í anda nýfrjálshyggju í aðdraganda hrunsins.

Rök Stefáns Jóns eru þau, að í stjórnartíð Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde hafi ríkisbáknið þanist út, ríkisstofnunum og ríkisstarfsmönnum hafi fjölgað, skattar sem hlutfall af VLF hafi hækkað (að vísu bara á hina efnaminni), og í stað aukinnar samkeppni hafi einokun eða fákeppni fest sig í sessi.

Lesa meira

ÍSLENSKA LEIÐIN

Sumir hafa reynt að stæra sig af því, að Íslendingar hafi fundið séríslenska leið út úr hruninu. Þeir hafi einfaldlega neitað í þjóðaratkvæðagreiðslu að greiða skuldir einkabanka – óreiðumanna. Svo höfum við – ólíkt evruþjóðunum – getað gengisfellt okkur út úr vandanum og þar með komið útflutningsgreinum á skrið. Þetta tvennt er sagt skýra það, að við höfum náð betri árangri en aðrar þjóðir í að vinna bug á afleiðingum kreppunar.

Þegar betur er að gáð, reynast allar þessar fullyrðingar vera innistæðulitlar – satt að segja lítið annað en skrum og sjálfblekking.

Lesa meira