en þeir komu víðs vegar að úr breska heimsveldinu (Indlandi og Pakistan, Singapore og Malasíu, Afríku og Karíbahafinu). Samt má ekki gleyma því að sú var tíð að Bretland var “the workshop of the world.”Það er að vísu löngu liðin tíð. Bandaríkin fóru fram úr gömlu Evrópu upp úr aldamótunum 1900. Evrópa brotlenti í tveimur heimsstyrjöldum. Frá og með lokum seinni heimstyrjaldar hefur bandaríski kapítalisminn verið heimsyfirráðaafl. Hamfarakapítalisminn (fjármálakerfi sem vaxið hefur framleiðslukerfinu yfir höfuð) á ætt sína og óðul í Ameríku. Höfuðstöðvarnar eru við Wall Street. Stjórntæki heimskapítalismans – IMF, World Bank og WTO – allt er þetta undir amerískri stjórn.
Evrópusambandið er “post-colonial”: Svar til Viggós Jörgenssonar, 9. 4.
Heill og sæll, Viggó.
Ég lærði mína hagfræði í gamla daga við breskan (skoskan) háskóla. Um sumt – t.d. hina angló/amerísku heimsvaldastefnu – lærði ég meira af vinum mínum í Labour and Socialist Club,…