Við getum orðið sammála um þetta vænti ég. Það er skynsamlegt, þegar menn ferðast um ókunnugt landsvæði – terra incognita – að feta sig áfram af varfærni. Flestar fjármálakreppur, hingað til, hafa verið staðbundnar. Þegar Asíukreppan skall á breiddist hún út til Rússlands og S-Ameríku, en Ameríka og Evrópa héldu velli. Þessi virðist ætla að breiðast út um gjörvalla heimsbyggðina. Það er ekkert svæði – ekki einu sinni Kína – sem heldur fullum dampi og gæti hugsanlega dregið aðra að landi. Þetta virðist því ætla að verða sannanleg heimskreppa. Þetta gerir hverju einstöku hagkerfi erfiðara um vik að ná sér á strik. Reyndar ekki fyrirfram víst að sama lausnin henti alls staðar.
Í LEIT AÐ LAUSNUM – svar til Kristjáns Torfa 2
“Hvorki ég né þú né helstu sérfræðingar heimsins vita hvað er framundan. Gagnvart slíkri óvissu er heimskulegt að vera með stórkarlalegar yfirlýsingar um hvernig hlutirnir muni þróast.”
Kristján Torfi 2.