Nú gerðum við okkur vonir um að andlega vakandi ofurhugar hefðu eitthvað til málanna að leggja sem vekti okkur til umhugsunar. En þvílík vonbrigði! Þeir félagar voru sammála um að mæra menningararfinn, sem réttlætti sjálfstæða þjóðartilveru okkar. En hvers vegna hefur þessi dýri menningararfur reynst svo haldlítill, sem raun ber vitni, þegar á reyndi í hremmingum tilverunnar?
Þjóðrækni eða remba?
Það gladdi okkur Bryndísi að heyra að menningarpáfar til hægri og vinstri, fyrrverandi ritstjórar Morgunblaðs og Þjóðviljans, þeir Matthías Jóhannessen og Árni Bergmann, ætluðu að miðla okkur af hugsun sinni um sálarheill þjóðarinnar upp úr hruni hjá hinum frábæra útvarpsmanni, Hjálmari Sveinssyni eftir hádegið í dag (laug. 11.04.) Við höfðum reynt að leggja hlustir við boðskap þeirra þjóðkirkjumanna í þjóðarfjölmiðlinum um páskana en ekki getað staðnæmst við neitt sem máli skiptir.