Steingrímur nefnir grein sína: “HINN GULLNI MEÐALVEGUR.” Pressan hefur það eftir honum að upphaf efnahagshrunsins 2008 megi rekja til stjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, 1991-95 – þrettán árum fyrir hrun. Þetta er nýstárleg kenning, sérstaklega í ljósi þess að Framsóknarflokkurinn, undir leiðsögn arftaka Steingríms, Halldórs Ásgrímssonar, var í ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í þrjú kjörtímabil, eða tólf ár (1995-2007).
(MEÐAL)VEGURINN TIL GLÖTUNAR
Ég les það í Pressunni að Tíminn sé genginn í endurnýjun lífdaganna – uppvakinn sem kosningablað framsóknarmanna. Hitt sætir jafnvel enn meiri tíðindum að hinn aldni jöfur þeirra framsóknarmanna, Steingrímur Hermannsson, lætur þar til sín heyra eftir að hafa haft hljótt um sig um hríð.