Forvitnilegt sagði ég. Ekki vegna þess að afstaða þessara fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins til málsins kæmi á óvart. Þorsteinn, sem er fyrrv. sjávarútvegsráðherra, hefur framundir það síðasta verið harður andstæðingur Evrópusambandsaðildar. En hann hefur skipt um skoðun eins og hann gerði grein fyrir á fundinum. Björn var fyrr á tíð opinn fyrir kostum Evrópusambandsaðildar, svo ekki sé meira sagt. Á seinni árum hefur hann hins vegar grafið sig ofan í skotgrafirnar og fer þaðan fremstur í flokki andstæðinga aðildar, ásamt með Bjarna Harðarsyni, bóksala á Selfossi, og öðrum mannvitsbrekkum.
Framtíðarsýn?
Það var forvitnilegt að fylgjast með málfundaræfingu Björns Bjarnasonar og Þorsteins Pálssonar í Háskólanum í Reykjavík í hádeginu s.l. þriðjudag (24.03.09). Þeir áttu að svara spurningunni, hvort Íslandi væri betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins.