Af gefnu tilefni: UM HENTISTEFNU OG HEIGULSHÁTT

Þegar ég sneri heim eftir að hafa orðið við kalli Landsbergis um að koma til Vilníus til að sýna samstöðu með Sajudis gegn sovéska hernámsliðinu, spurði Bryndís mig, hvernig Vilníus væri. Ég svaraði, að Vilníus væri eins og fegurðardrottning í tötrum. Þetta var í janúar 1991. Rakur vetrarkuldi nísti í merg og bein, borgin var grámygluleg og í niðurníðslu. Samt duldist mér ekki, að hún mátti muna sinn fífil fegri.

ÞEIM VAR ÉG VERST, ER ÉG UNNI MEST – EÐA ÞANNIG

Aldrei varð hún sósíalisti, hún Svandís Nína, ekki einu sinni menntaskólaróttæklingur. Hugvekja hennar í Herðubreið nú um helgina snart satt að segja streng í mínu gamla, sósíaldemókratíska hjarta. Hvers vegna? Svandís Nína segist vera efasemdarmanneskja. Ég líka. Hún er orðin nógu lífsreynd til að vísa á bug Stóra sannleik. Hún segir, að „mannfélagið rúmist (ekki) í einni kenningu“. Sammála. Svo segir hún rétt si svona: „Einstaklingsfrelsi er það fallegasta sem til er“. Það er heilmikið til í því. Spurningin er bara, hvað hún meinar í alvöru?Aldrei varð hún sósíalisti, hún Svandís Nína, ekki einu sinni menntaskólaróttæklingur. Hugvekja hennar í Herðubreið nú um helgina snart satt að segja streng í mínu gamla, sósíaldemókratíska hjarta. Hvers vegna? Svandís Nína segist vera efasemdarmanneskja. Ég líka. Hún er orðin nógu lífsreynd til að vísa á bug Stóra sannleik. Hún segir, að „mannfélagið rúmist (ekki) í einni kenningu“. Sammála. Svo segir hún rétt si svona: „Einstaklingsfrelsi er það fallegasta sem til er“. Það er heilmikið til í því. Spurningin er bara, hvað hún meinar í alvöru?

HVERS VEGNA ALLT ÞETTA HATUR? Fjölskylduböl í fjölmiðlum

Inngangur: Þann 24. feb. s.l. (á afmælisdegi móður minnar) birti Þóra Tómasdóttir, ritstjóri glanstímaritsins Nýs lífs, flenniuppslátt um „meinta kynferðislega áreitni“ mína við systurdóttur konu minnar. Tímaritið seldist upp og aðrir fjölmiðlar tóku málið upp í kjölfarið.

Daginn áður, 23. feb., barst mér njósn af þessum málabúnaði og bað Fréttablaðið að birta samdægurs grein „Mala domestica…“ þar sem ég skýrði málið út frá mínum bæjardyrum. Margir sáu ástæðu til að tjá sig um málið, bæði í prentmiðlum en þó einkum í netheimum. Það var ekki fyrr en þann 16. mars, sem ég birti grein hér á heimasíðu minni undir heitinu „Að gera hreint fyrir sínum dyrum“. Sama dag birti Bryndís, kona mín, grein í Fréttatímanum undir fyrirsögninni „Nú er nóg komið“, þar sem hún tók til varna fyrir hönd fjölskyldu okkar.

Halla Harðardóttir, systurdóttir Bryndísar, brást harkalega við í grein í Fréttatímanum þann 23. mars (á afmælisdegi móður Bryndísar), þar sem hún veittist hart að móðursystur sinni. Engum, sem fylgdist með umfjöllun í fjölmiðlum og netheimum um þetta mál, gat blandast hugur um, að heitar tilfinningar bjuggu að baki. Á bak við þetta allt saman leyndist fjölskylda, sem var sundruð og í sárum. Margir höfðu orð á því, að þetta fjölskylduböl ætti ekkert erindi í fjölmiðla. Nær hefði verið að leita sátta með fulltingi sálusorgara. Nú er of seint að fást um það.

Margir létu í ljós undrun sína yfir þvi, hvers vegna þetta mál var matreitt ofan í fjölmiðla meira en áratug eftir að þau atvik áttu sér stað, sem urðu síðar tilefni klögumála. Hvers vegna einmitt núna? Hvers vegna allt þetta hatur, sem að baki bjó? Það er svo ekki fyrr en nú nýlega, nánar tiltekið 28. apríl s.l., sem Kolfinna dóttir mín birti grein á Facebook, þar sem hún segir söguna alla og svarar hispurslaust þeim spurningum, sem áður hafði verið ósvarað. Grein hennar: „Fjölskylduböl í fjölmiðlum – hvers vegna allt þetta hatur?“ , birtist hér á eftir „for the record“.
JBH

AF SÖGUFÖLSUNARFÉLAGINU

Mottó:
„…að verma sitt hræ við annarra eld
og eigna sér bráð sem af hinum var felld
var grikkur að raumanna geði“.
(E. Ben. Fróðárhirðin)

Mér hefur borist til eyrna, (seint og um síðir, þar sem ég er einn þeirra fjölmörgu, sem sjá ekki Moggann), að þann 17. sept. s.l. hafi formaður þingflokks Sjálfstæðismanna, Ragnheiður Elín Árnadóttir, birt greinarkorn í Mbl., þar sem hún eignaði frumkvæðið að stuðningi Íslands við sjálfstæði báráttu Eystrasaltsþjóða fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, Þorsteini Pálssyni.

NÝ STEFNUSKRÁ HANDA JAFNAÐARMÖNNUM

Dagana 13. til 22. maí, 2011 komu um 370 stúdentar frá 40 þjóðum saman í Thüringen í Þýskalandi til þess að skiptast á skoðunum um frelsið. Gestgjafinn var samstarfsnet háskóla í Türingen – í borgunum Weimar, Jena, Erfurt, Ilmenau o.fl.. Þetta var í tíunda sinn, sem þessir aðilar efna til alþjóðlegs málþings af þessu tagi. Íbúar þessara háskólaborga opna heimili sín fyrir gestum þessa tíu daga, sem málþingið stendur. Við það myndast tengsl milli heimamanna og hinna erlendu gesta, sem einatt standa órofin, löngu eftir að gestirnir hafa kvatt og horfið til sinna heima.

Að kjósa – til hvers?

Hvað var svona merkilegt við spænsku kosningarnar (til sveitar- og héraðsstjórna) þann 22. maí sl.? Það er varla í frásögur færandi, að stjórnarflokknum, jafnaðarmönnum, var refsað fyrir að hafa brugðist seint og illa við váboðum kreppunnar. Hitt er merkilegra, að stjórnarandstaðan – íhaldið, arftakar Francos – styrkti að vísu stöðu sína, en var samt fjarri því að sópa til sín fylgi, þrátt fyrir ábyrgðarlausa og harðvítuga stjórnarandstöðu. Hvað var svona merkilegt við spænsku kosningarnar (til sveitar- og héraðsstjórna) þann 22. maí sl.? Það er varla í frásögur færandi, að stjórnarflokknum, jafnaðarmönnum, var refsað fyrir að hafa brugðist seint og illa við váboðum kreppunnar. Hitt er merkilegra, að stjórnarandstaðan – íhaldið, arftakar Francos – styrkti að vísu stöðu sína, en var samt fjarri því að sópa til sín fylgi, þrátt fyrir ábyrgðarlausa og harðvítuga stjórnarandstöðu.

ÞEIM MUN VERRA – ÞEIM MUN BETRA

Margir hafa tilhneigingu til að trúa frekar málflutningi manna eins og Gylfa Magnússonar, viðskiptaráðherra – af því að hann er ekki í framboði – fremur en síbylju pólitískra farandsölumanna, sem hafa hagsmuna að gæta í að fegra veruleikann (ef þú ert í stjórn), eða búa til ýkta hryllingsmynd (ef þú ert í stjórnarandstöðu).

JÁ, EN HVAÐ MEÐ VERÐTRYGGINGUNA?

Það er engin eftirspurnarþensla í hagkerfinu til að kynda undir verðbólgu. Þvert á móti. Framundan er samdráttur og jafnvel verðhjöðnun. Þes vegna er furðulegt að Seðlabankinn (eða IMF/AGS) skuli halda uppi 18% stýrivöxtum. Til hvers? Til þess að stöðva fjárflótta úr landi, segja þeir. Þess þarf ekki þar sem við búum við gjaldeyrishöft. Það er bannað að flytja fé úr landi nema með leyfi. Hves vegna er þá verið að halda uppi 18% vöxtum? Til þess að draga úr verðbólgu segja þeir. En það er engin verðbólga – það er verðhjöðnun framundan.