AÐ ÚTRÝMA FÁTÆKT EÐA FRIÐA SAMVISKUNA

Á bökkum Karlsárinnar í Boston stendur lítt áberandi minnismerki um fiskimanninn sem skyggnir hönd fyrir augu og horfir til hafs. Á stöplinum stendur skrifað eitthvað á þessa leið: Gefirðu manni einn fisk, getur hann satt hungur sitt þann daginn; en kennirðu honum að fiska, þá hefur hann lært að sjá sér og sínum farborða til frambúðar.

FRÁ PRAG TIL VILNU – PUNKTAR ÚR UMRÆÐUM

Af hverju er ekkert lýðræði í Rússlandi?
Með byltingu er átt við það að nýr valdahópur ryður þeim gamla úr vegi, þannig að það verða skýr skil milli þess sem var og þess sem verður. Þetta gerðist ekki í Rússlandi 1991. Kannski er ástæðan sú að breytingin varð að mestu leyti friðsamleg. Gömlu valdaklíkunni – nomenklatúrunni – var ekki rutt úr vegi með vopnavaldi. Í raun og veru var sovétkommúnisminn bara einkavæddur; hann skipti um kennitölu ef svo má segja.

ÁTTRÆÐISAFMÆLI: STEINGRÍMUR HERMANNSSON

Þegar ég lít yfir stjórnmálaferil Steingríms Hermannssonar sýnist mér að hann hafi náð hápunkti í forsætisráðherratíð hans fyrir vinstristjórninni 1988 sem sat út það kjörtímabil til 1991.Það voru helstu kostir Steingríms, bæði sem manns og stjórnmálamanns sem gerðu honum kleift að vinna það afrek að halda saman þriggja flokka vinstristjórn – og á tímabili fjögurra flokka stjórn – út kjörtímabilið með góðum árangri. Þeir voru skipulögð vinnubrögð, sanngirni í samskiptum við samherja og andstæðinga og einlægni í málflutningi gagnvart þjóðinni. Þessi vinstristjórn mun fá þann dóm í sögunni að vera eina vinstristjórnin á öldinni sem leið, sem reis undir nafni, fyrir utan “ríkisstjórn hinna vinnandi stétta”1934-37 í miðri heimskreppunni undir forsæti föður hans, Hermanns Jónassonar. Þar með sannaði Steingrímur að hann var enginn ættleri.

VORIÐ Í PRAG – HRUN SOVÉTRÍKJANNA HAFA FRELSISHETJURNAR RISIÐ UNDIR VÆNTINGUM?

Í vestari helft Evrópu lauk seinni heimstyrjöldinni árið 1945. Það kostaði margar þjóðir Evrópu ómældar blóðfórnir að leggja óvætt þýska nazismans að velli. Flestar þjóðir Evrópu urðu fyrr eða síðar fórnarlömb þýska nazismans. Það er partur af harmleik þessara tíma að þjóðir Sovétríkjanna, sem færðu þungbærari fórnir en flestar aðrar í mannslífum og stríðseyðileggingu, voru dæmdar til þess á stund sigursins að þjást áfram undir ógnarstjórn Stalíns.

HÁSKÓLINN Á BIFRÖST – MÁLÞING Í IÐNÓ: ER HÆGT AÐ LÆRA TIL FORSÆTISRÁÐHERRA?

Það stendur hvergi skrifað, svo ég viti – hvorki í dönsku stjórnarskránni né í stjórnsýslulögum – að forsætisráðherrann þurfi að hafa hæfnisvottorð upp á vasann. Embætti forsætisráðherra er m. ö. o. eitt af örfáum djobbum, sem eftir eru á vinnumarkaðnum, þar sem ekki er krafist prófskírteinis.

Á tímamótum: Styrmir Gunnarsson sjötugur

Um höfuðvitni aldarfarsins Styrmir er sagður sjötugur í dag. Það þýðir að einn góðan veðurdag, áður en árið kveður, mun hann standa upp úr ritstjórastólnum, sem hann hefur setið í 36 ár, taka hnakk sinn og hest og ríða inn í sólarlagið. Þetta munu þykja góðar fréttir á Wall Street. Verst, að ástandið á fjármálamörkuðunum … Continue reading “Á tímamótum: Styrmir Gunnarsson sjötugur”

AL GORE GEGN AMRÍSKA HEIMSVELDINU

Al Gore: The Assault on Reason
The Penguin Press, N.Y., 2007, 308 bls..

Ef Al Gore, þáverandi varaforseti og frambjóðandi í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2000, hefði unnið kosningarnar, eins og öll rök stóðu til, hefði hann ekki þurft að skrifa þessa bók. Al Gore hafði verið einn áhrifamesti varaforseti í sögu þess vandræðalega embættis, (a.m.k. fram að tíð Cheneys, núverandi varaforseta, sem flestir álíta meiri þungavigtarmann en meintan húsbónda í Hvíta húsinu). Bill Clinton naut almennra vinsælda sem forseti og hefði auðveldlega fengið umboð kjósenda þriðja kjörtímabilið í röð, væri það leyfilegt samkvæmt stjórnarskránni. Clinton og Gore höfðu skilað góðu búi. Það var uppgangur í efnahagslífinu, sem var drifinn áfram af tæknibyltingu, sem jók framleiðni og samkeppnishæfni bandarískra fyrirtækja og dró um leið úr atvinnuleysi. Viðvarandi fjárlagahalla hafði verið snúið upp í fimm trilljón dala tekjujöfnuð. Það blés því byrlega fyrir Al Gore.

Í MINNINGU EINARS ODDS KRISTJÁNSSONAR

Þjóðarsáttarsamningarnir snemma á tíunda áratug seinustu aldar voru stóra stundin á pólitískum ferli Einars Odds Kristjánssonar. Það er vafamál, hvort þessir samningar hefðu komist á án hans atbeina. Auðvitað áttu fleiri góðan hlut að því máli, en áræðni Einars Odds og sannfæringarkraftur kunna að hafa ráðið úrslitum. Fyrir þetta stendur íslenska þjóðin í þakkarskuld við Einar Odd Kristjánsson. Viðurkenning manna á lofsverðri framgöngu Einars Odds í þessu máli fékk m.a. s. birtingarform í tungutakinu, því að lengi á eftir var til hans vísað undir sæmdarheitinu “bjargvætturinn frá Flateyri.”

Á ÉG AÐ GÆTA BRÓÐUR MÍNS?

Þorgrímur Gestsson: Öryggissjóður verkalýðsins – Baráttan fyrir atvinnuleysistryggingum á Íslandi. 316 bls. Útgefandi: Atvinnuleysistryggingasjóður.

Þótt þessi bók sé harla ólíkleg til að ná inn á metsölulista bókaútgefenda, er hún samt áhugaverð um margt og kannski einmitt þess vegna. Í fyrsta lagi er hún áhugaverð vegna þess að hún lýsir hugmyndafræðilegum ágreiningi milli ráðandi stjórnmálaafla um uppbyggingu velferðarríkis á Íslandi. Hún skýrir líka, hvers vegna jafnaðarmönnum á Íslandi tókst ekki að fá lög um atvinnuleysistryggingar virk í framkvæmd fyrr en árið 1956, hálfri öld síðar en í Danmörku og Noregi og löngu eftir að atvinnuleysistryggingar voru lögfestar í Finnlandi (1917) og í Svíþjóð (1938).