Það á að vera einn skipstjóri um borð.

Fyrstu viðbrögð mín við þeirri ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur að draga sig í hlé frá stjórnmálum af heilsufarsástæðum eru þau að óska þess af heilum hug að hún geti nú einbeitt sér að því að ná fullri heilsu á ný. Heilsan er það dýrmætasta sem hver manneskja á. Enginn skyldi útiloka það að Ingibjörg Sólrún, sem er kona á besta aldri, eigi afturkvæmt í stjórnmál á ný, hneigist hugur hennar til þess eftir að hún hefur aftur náð fullum bata.

Fylgt úr hlaði

Hrun efnahagslífsins, drápsklifjar skulda sem sliga fyrirtæki og fjölskyldur og hættuástandið sem vakir við hvert fótmál út af hrösulum gjaldmiðli, leitar sterkt á huga allra Íslendinga þessi misserin. Mér rennur blóðið til skyldunnar eins og öðrum að reyna að átta mig á, hversu alvarlegt áfallið er og hvaða leiðir eru helst færar út úr ógöngunum. Það vantar ekki að það er gríðarleg hugmyndaleg gerjun allt um kring, en í og með þess vegna er athygli manna hvikul og kjarni málsins vill stundum týnast í tilfinningalegu umróti.

SAMNINGAR VIÐ EVRÓPUSAMBANDIÐ ERU LYKILLINN AÐ LAUSN VANDANS

Hvernig getum við komið hjólum atvinnulífsins aftur á fullt með 70% fyrirtækja tæknilega gjaldþrota, óstarfhæfa banka og vaxtastig lána vel yfir 20%, sem sogar til sín það litla sem eftir er af lausafé fyrirtækja? Hvernig getum við aflað gjaldeyris til að borga niður skuldir okkar þegar verð á útflutningsafurðum (fiski og áli) fer hríðlækkandi vegna áhrifa heimskreppunnar og við þurfum að notast við gjaldmiðil sem er í gjörgæslu og samkvæmt skilgreiningu ónothæfur í milliríkjaviðskiptum?
Spurningarnar lýsa kjarna þess vanda sem ný ríkisstjórn stendur frammi fyrir.

VIÐTAL KRISTJÁNS ÞORVALDSSONAR VIÐ JÓN BALDVIN FYRIR BIRTU, FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS

“Ef við ætlum að taka á þeim vandamálum sem að steðja verður að leggja þau í dóm kjósenda,” segir Jón Baldvin Hannibalsson ákveðinn þegar hann er spurður hvað blasi við í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir. Jón Baldvin er kvikur í hreyfingum og hugsunum sem aldrei fyrr þegar hann sest niður með blaðamanni Birtu undir hádegi á mánudagsmorgni á aðventunni, mitt í alvarlegustu efnahagskreppu sem herjað hefur á íslensku þjóðina.

NEYÐARÁSTAND KALLAR Á NEYÐARRÁÐSTAFANIR

Það ber að taka tillögur þeirra Ársæls Valfells og Heiðars Más Guðjónssonar, sem þeir birtu í Fréttablaðinu 8. nóv. s.l., um einhliða upptöku evru alvarlega. Við venjulegar kringumstæður hefði ég vísað slíkum tillögum á bug, af pólitískum ástæðum. Með því á ég við eftirfarandi: Við venjulegar kringumstæður ætti Ísland einfaldlega að sækja um og semja um aðild að Evrópusambandinu og evrusvæðinu og að lokum taka upp evru, þegar við höfum uppfyllt áskilin skilyrði, rétt eins og aðrar þjóðir. Við ættum að fara eftir settum leikreglum.

AÐ ÚTRÝMA FÁTÆKT EÐA FRIÐA SAMVISKUNA

Á bökkum Karlsárinnar í Boston stendur lítt áberandi minnismerki um fiskimanninn sem skyggnir hönd fyrir augu og horfir til hafs. Á stöplinum stendur skrifað eitthvað á þessa leið: Gefirðu manni einn fisk, getur hann satt hungur sitt þann daginn; en kennirðu honum að fiska, þá hefur hann lært að sjá sér og sínum farborða til frambúðar.

HÁSKÓLINN Á BIFRÖST – MÁLÞING Í IÐNÓ: ER HÆGT AÐ LÆRA TIL FORSÆTISRÁÐHERRA?

Það stendur hvergi skrifað, svo ég viti – hvorki í dönsku stjórnarskránni né í stjórnsýslulögum – að forsætisráðherrann þurfi að hafa hæfnisvottorð upp á vasann. Embætti forsætisráðherra er m. ö. o. eitt af örfáum djobbum, sem eftir eru á vinnumarkaðnum, þar sem ekki er krafist prófskírteinis.

HVAÐ ER SVONA RÓTTÆKT VIÐ AÐ VERA VINSTRI-GRÆN(N)?

VIÐ ÖLL: Íslenskt velferðarsamfélag á tímamótum eftir Steingrím J. Sigfússon, alþm. 224 bls., Salka 2006.

“Það er bjargföst sannfæring mín, að samábyrgt velferðarsamfélag í anda þess besta, sem við þekkjum að norrænni fyrirmynd, sé þróaðasta samfélagsskipan, sem enn hefur litið dagsins ljós á jörðinni… Hvergi í heiminum er betra að búa, hvergi er betra að ala upp börn, hvergi er betra að lifa lífinu og hvergi er betra að verða gamall heldur en í norrænu velferðarsamfélögunum.”
(Steingrímur J. Sigfússon: Við öll, bls. 200)<(i>

Ef maður vissi ekki, að ofangreind tilvitnun er úr stefnuskrárriti formanns Vinstri-grænna, gæti maður haldið, að formaður Alþýðuflokksins forðum daga væri að tala. Eða einhver innmúraður og innvígður eðalkrati af Norðurlöndum, sem hljómaði svona í íslenskri þýðingu. Alla vega er þetta sósíaldemókratískt manifesto – lífsskoðun jafnaðarmanns – í hnotskurn. Samt vill Steingrímur alls ekki gangast við því að vera krati. Hann vegsamar þá samfélagsgerð, sem er skilgetið afkvæmi sósíaldemókratískrar hugmyndafræði og hundrað ára baráttu jafnaðarmannaflokka og verkalýðshreyfinga á Norðurlöndum. En samt vill hann ekki vera við þá kenndur.