Pólitík og pottormabylting: Frumsýning í sjónvarpssal

Hvernig á að byggja upp úr rústunum? Hvernig á að koma hjólum atvinnulífsins í swing? Hvernig verða til störf? Hvernig á að bjarga þeim heimilum sem sjá ekki út úr skuldum og eru að missa húsnæðið? Hverjir eiga í þessu ástandi að borga skattana sem þarf að innheimta til að greiða niður skuldirnar? Ráðum við við þetta ein? Eða þurfum við að semja við grannþjóðir okkar og lánardrottna um tímabundna aðstoð meðan við erum að klóra okkur upp úr skuldafeninu? Er ESB partur af lausninni? Hvað getur komið í staðinn fyrir krónuna, sem er farin að sökkva aftur, þótt hún sé bundin við bryggju?

“LOSER WINS?”

Menn hefur eitthvað greint á um það að undanförnu, hvort ég hafi haft erindi sem erfiði í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Það væri að vísu synd að segja að ég hafi lagt mikið á mig við að snúa stríðlyndum sálum til fylgilags, því að ég lyfti ekki símtóli og kostaði svo sem öngvu til. Sjálfur kenndi ég útkomuna við hrakför daginn eftir að úrslit voru birt. Nú þegar heilög Jóhanna hefur, eftir nokkra eftirgangsmuni, tekið við krýningu sem sjálfkjörinn formaður á landsfundi SF eftir viku eða svo, er kannski ástæða til að endurskoða þetta mat.

AUÐLINDIRNAR OG ESB

Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur, heldur því fram í grein í þessu blaði (13.03.09.) að stjórnarskrárákvæði um þjóðareign á auðlindum Íslendinga þ.m.t. fiskimiðunum gangi í berhögg við sameiginlega fiskveiðistefnu bandalagsins (CFP), sem kveður á um forræði bandalagsins yfir efnahagslögsögu aðildarríkja utan 12 mílna. Ályktun Helga Áss er sú að stjórnarskrárákvæðið torveldi aðildarsamninga við ESB eða geri þá hreinlega ósamrýmanlega stjórnarskránni.

BRANDARINN?

Hún hefur áratuga reynslu af því fletta ofan af alþjóðlegum mengjum fjárplógsmanna á æðstu stöðum. Höfuðpaurar bófakapitalismans, allt frá alþjóðlegum vopnasölum til pólitískra mútuþega, fölna þegar þeir heyra nafnið hennar nefnt. Margur stórbófinn, sem hélt hann sæti öruggur í samtryggingarneti og venslum auðs og (stjórn)valda, situr nú bak við lás og slá fyrir hennar atbeina. Nú er svo komið fyrir Íslendingum að kona með þennan feril að baki verður að teljast vera réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Liðin er sú tíð þegar Íslendingar trúðu því sjálfir að þeir byggju í óspilltasta þjóðfélagi heims.

NÆSTA AFSÖKUNARBEIÐNI?

Skörp greining Benedikts Jóhannessonar, stærðfræðings, í Fréttablaðinu (11.03.) á tveimur framtíðarkostum þjóðarinnar ætti að vekja fólk til umhugsunar. Annars vegar óbreytt ástand með krónuna í farteskinu og meðfylgjandi gengisfellingar, afkomusveiflur, ofurvexti og reglubundnar neyðarráðstafanir þegar allt er komið í hönk. Hins vegar aðild að Evrópusambandinu og evrusvæðinu með traustan gjaldmiðil, viðráðanlega vexti, tiltölulega stöðugt verðlag og rekstrarskilyrði atvinnuvega sem skapa rými fyrir erlendar fjárfestingar, nýsköpun og þar með samkeppnishæfni á alþjóðamörkuðum.

EFNAHAGSLEGT FJÖLDASJÁLFSMORÐ?

Það er skammt stórra högga á milli. Michael Lewis skrifar listilega satíru (háðsádeilu) í Vanity Fair um að frjálshyggjutilraunin með Ísland hafi endað með efnahagslegu “fjöldasjálfsmorði.” Hann hafði varla fyrr sleppt orðinu en amerískur (frjálshyggju)hagfræðingur, Kenneth Rogoff, varar þessa allt að því dauðvona þjóð við því að binda trúss sitt við Evrópusambandið. Rogoff birti varnaðarorð sín í viðtali við Boga Ágústsson hjá RÚV. Hann notaði líka stór orð – gott ef hann sagði ekki líka “sjálfsmorðstilraun.” Um þetta má í besta falli segja að betra er illt umtal (í útlöndum) en ekkert.

“ÓÐUR TIL ÚTLAGANS”

Hvað á að gera þegar maður snýr að lokum aftur heim að nálgast fertugt, staurblankur, atvinnulaus og fráskilinn, án þess að hafa fengið nokkuð sem heitið getur gefið út og manns nánustu ýmist elliærir eða dauðir? Maður byrjar að skrifa. Og smám saman finnur maður aftur sjálfan sig og fer að yrkja ljóð og mála myndir í tungumálið af þessum gömlu íslensku innflytjendum, frændum og frænkum, sem mann fram af manni geymdu heimalandið í hjartastað, þótt örlögin hefðu sent þau forsendingu í þetta framandlega pláss ái sléttunni í miðpunkti Ameríku þar sem er jafnlangt en svo óralangt til beggja stranda.

PÓLITÍSK ÁBYRGÐ?

Jón Ólafsson, lærdómsmaður að Bifröst, vandar um við mig í pistli sínum fyrir að gera ekki tilhlýðilegan greinarmun á ráðherraábyrgð og ábyrgð flokksformanns. Það getur vel verið að á þessu tvennu sé einhver munur þótt rökstuðningur J.Ól. fyrir því sé lítt sannfærandi. Og þegar hann sakar mig um að “rugla saman … fullkomlega óskyldum tegundum siðferðilegrar ábyrgðar,” er hann áreiðanlega farinn að fullyrða meira en hann getur staðið við.