UM TJÁNINGARFRELSI Í RÉTTARRÍKI”SÁ YÐAR SEM SYNDLAUS ER……..”
Þann 18. október 2006 krafðist Jón Magnússon, hrl. þess, f.h. niðja Sigurjóns Sigurðssonar, f.v. lögreglustjóra, að ákæruvaldið höfðaði opinbert mál gegn Jóni Baldvini fyrir að hafa í sjónvarpsviðtali kallað Sigurjón Sigurðsson “lögreglustjórann alræmda”. Viðtalið var í tengslum við umfjöllun um leynilegar hleranir á símum ráðamanna á öldinni sem leið.
Með bréfi þann 1. mars s.l. vísaði ríkissaksóknari umræddri kröfu frá og vitnaði um rökstuðning til málsvarnarskjals Jón Baldvins. Þar sem málið varðar grundvallarsjónarmið um tjáningarfrelsi í réttarríki, á málsvarnarskjalið erindi við þá, sem láta sig tjáningarfrelsi varða.