ÚR FELUM

Geimvera, sem fengi það óöfundsverða hlutverk að fylgjast með borgarstjórnarkosningum í Reykjavík vorið 2006 og að senda skýrslu til geimkynnis síns, mundi trúlega eiga bágt með að fatta fídusinn í sjónarspilinu. Geimveran mundi álykta sem svo, að ritstjóri Morgunblaðsins væri fylgismaður Fidels Castro í heilögu stríði gegn fákeppnisklíku auðvaldsins. Og að nánustu bandamenn hans væri að finna í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins, undir forystu velviljaðs öldungs að nafni Vilhjálmur. Geimveran sæi í hendi sér, að þessi góði flokkur mætti ekkert aumt sjá og æli einkum önn fyrir börnum, konum, öldruðum og öryrkjum. Þetta bágstadda fólk ætti hins vegar undir högg að sækja hjá atvinnumiðlun Framsóknarflokksins ehf. , sem hefði lagt undir sig Heilbrigðisráðuneytið til þess að herja þaðan á varnarlaust fólk. Áróðursbæklingar Sjálfstæðisflokksins, leiknar sjónvarpsauglýsingar og annað kruðerí, litverpt úr bláu í bleikt, mundi styrkja geimveruna í þessum söguskilningi.

Í MINNINGU GALBRAITHS. ÖRBIRGÐIN Í ALLSNÆGTUNUM

Allsnægtaþjóðfélagið (“The Affluent Society”) eftir John Kenneth Galbraith kom út árið 1958. Þar með hafði kvatt sér hljóðs maður, sem átti eftir að hafa mótandi áhrif á skoðanir margra af minni kynslóð um margt af því, sem mestu máli skipti í samtímanum. Galbraith var skarpskyggn hagfræðingur, heillandi rithöfundur og vel innrættur jafnaðarmaður – allt í sömu persónunni. Hann var sérfræðingur í að afhjúpa innistæðuleysi venjuviskunnar –“ the conventional wisdom” – en það er hugtak, sem hann átti höfundarréttinn að. Hann lést 29. apríl s.l., 97 ára að aldri. Með honum er horfinn af sjónarsviðinu einn áhrifaríkasti fulltrúi hinnar frjálslyndu Ameríku, sem afgangurinn af heiminum batt vonir við. Þess vegna er vert að minnast hans með nokkrum vel völdum orðum.

ALÞÝÐUFLOKKURINN 90 ÁRA

Nú þekkist sú skoðun og þykir fín, að þær þjóðir einar, sem gefa fjármagnseigendum lausan tauminn,geti spjarað síg í hinu hnattræna hagvaxtarkapphlaupi. Það megi ekki íþyngja þeim um of með afskiptasemi og sköttum, því að þeir kunni að fyrtast við og fara. Þar með væri hagvöxturinn í hættu og um leið atvinna og afkoma almennings. Þeim þjóðum gangi hins vegar allt í haginn, sem dansa eftir töfraflautu fjármagnsins, lækka skatta, einkavæða ríkisfyrirtæki og þjónustu og láta af óþarfa afskiptasemi og eftirliti.
Það fylgir sögunni, að það sé engra annarra kosta völ. “Take it or leave it”, eins og þeir segja á máli villta vestursins.

ÚKRAÍNA

Ukraína er á krossgötum. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda um pólitískan vilja þeirra til að Ukraína skipi sér í raðir evrópskra lýðræðisríkja (með aðild að EU og NATO) eru engar raunhæfar líkur á að það gerist í bráð. Þrettán ár eru liðin frá því að landið lýsti yfir sjálfstæði 1991. Árangurinn er í besta falli ójafn, í versta falli hörmulegur. Um margt svipar þróuninni meira til Rússlands en til Mið- og Austurevrópuríkja eða til Eystrasaltsríkjanna. Ukraína nær ekki framhaldseinkunn á neinn þeirra mælikvarða, sem Evrópusambandið og NATO setja að skilyrði fyrir inngöngu. En þeir eru: Fjölflokkalýðræði með frjálsum kosningum og frjálsum fjölmiðlum; réttarríki með sjálfstæðum dómstólum, opið hagkerfi þar sem ríkir markaðssamkeppni skv. viðurkenndum leikreglum. Ekkert af þessu hefur náð að dafna í Ukraínu, og á sumum sviðum er um að ræða afturför frá umbótatímabilinu í upphafi 1991.

VELFERÐARRÍKIÐ OG ÓVINIR ÞESS, GUÐINN SEM BRÁST

Haustið 2002 sótti ég málþing í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í Washington undir heitinu: Secretary´s Forum. Gestgjafinn var Colin Powel, utanríkisráðherra, sem kynnti gestafyrirlesarann, Dr. Jeffrey Sachs, prófessor, nokkrum vel völdum orðum. Dr. Sach hefur á s.l. 20 árum verið ráðunautur ríkisstjórna um efnahagsþróun og hagstjórn í S-Ameríku, A-Evrópu, Asíu og Afríku. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna hafði þá nýlega skipað Dr. Sach ráðgjafa sinn um að hrinda í framkvæmd loforðum þjóðarleiðtoga heimsins um að uppræta örbirgð í heiminum að hálfu fyrir 2015.