80 DAGA STJÓRNIN OG ATVINNULÍFIÐ OG HEIMILIN

Fréttir dagsins úr atvinnulífinu eru ógnvekjandi. Fyrir skömmu lýstu Samtök atvinnulífsins því yfir að u.þ.b. 70% fyrirtækjanna í landinu væru “tæknilega gjaldþrota”. Það þýðir að þau eiga ekki fyrir skuldum.Samkvæmt fréttum dagsins er gósentíð framundan hjá innheimtulögfræðingum. Þeir búast við því að út þetta ár fari um 10 fyrirtæki á hausinn á dag. Atvinnulaust fólk telst nú þegar um 15 þúsund. Þeim mun fjölga dag frá degi út árið verði ekki að gert.

SNÚIÐ ÚT ÚR SNÆVARR

Árni Snævarr birtir snaggaralegan pistil á heimasíðu sinni (15.02.) þar sem hann tekur undir málflutning minn í ræðu (hjá Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur, 14.02.) og riti (í opnugrein í Mbl. 17.02.) um það að núverandi formaður Samfylkingarinnar geti ekki verið trúverðugur foringi í augum kjósenda í uppbyggingarstarfinu sem framundan er, vegna ábygðar sinnar á hruninu í tíð fyrri ríkisstjórnar. Satt að segja fyrirfinnst varla nokkur maður sem andmælir þessu sjónarmiði með haldbærum rökum (þótt ýmir láti ergelsi út af þessum óþægilegum staðreyndum hlaupa með sig í gönur).

AÐ FALLA Á SJÁLFS SÍN BRAGÐI. SVAR VIÐ GREIN BJÖRNS BJARNASONAR SEM BIRTIST Í MORGUNBLAÐINU 9. FEBRÚAR 2009

Björn Bjarnason, alþm., sendir mér tóninn í Mbl. (10.02.09). Björn virðist hafa fengið síðbúna hugljómun. Allt í einu hefur það runnið upp fyrir honum að EES – samningurinn, sem samþykktur var á alþingi 13. jan. 1993, fyrir sextán árum, sé orsök bankahrunsins í október árið 2008.

HÁSKÓLINN Á BIFRÖST – MÁLÞING Í IÐNÓ: ER HÆGT AÐ LÆRA TIL FORSÆTISRÁÐHERRA?

Það stendur hvergi skrifað, svo ég viti – hvorki í dönsku stjórnarskránni né í stjórnsýslulögum – að forsætisráðherrann þurfi að hafa hæfnisvottorð upp á vasann. Embætti forsætisráðherra er m. ö. o. eitt af örfáum djobbum, sem eftir eru á vinnumarkaðnum, þar sem ekki er krafist prófskírteinis.

HVAÐ ER SVONA RÓTTÆKT VIÐ AÐ VERA VINSTRI-GRÆN(N)?

VIÐ ÖLL: Íslenskt velferðarsamfélag á tímamótum eftir Steingrím J. Sigfússon, alþm. 224 bls., Salka 2006.

“Það er bjargföst sannfæring mín, að samábyrgt velferðarsamfélag í anda þess besta, sem við þekkjum að norrænni fyrirmynd, sé þróaðasta samfélagsskipan, sem enn hefur litið dagsins ljós á jörðinni… Hvergi í heiminum er betra að búa, hvergi er betra að ala upp börn, hvergi er betra að lifa lífinu og hvergi er betra að verða gamall heldur en í norrænu velferðarsamfélögunum.”
(Steingrímur J. Sigfússon: Við öll, bls. 200)<(i>

Ef maður vissi ekki, að ofangreind tilvitnun er úr stefnuskrárriti formanns Vinstri-grænna, gæti maður haldið, að formaður Alþýðuflokksins forðum daga væri að tala. Eða einhver innmúraður og innvígður eðalkrati af Norðurlöndum, sem hljómaði svona í íslenskri þýðingu. Alla vega er þetta sósíaldemókratískt manifesto – lífsskoðun jafnaðarmanns – í hnotskurn. Samt vill Steingrímur alls ekki gangast við því að vera krati. Hann vegsamar þá samfélagsgerð, sem er skilgetið afkvæmi sósíaldemókratískrar hugmyndafræði og hundrað ára baráttu jafnaðarmannaflokka og verkalýðshreyfinga á Norðurlöndum. En samt vill hann ekki vera við þá kenndur.

Í MINNINGU GALBRAITHS. ÖRBIRGÐIN Í ALLSNÆGTUNUM

Allsnægtaþjóðfélagið (“The Affluent Society”) eftir John Kenneth Galbraith kom út árið 1958. Þar með hafði kvatt sér hljóðs maður, sem átti eftir að hafa mótandi áhrif á skoðanir margra af minni kynslóð um margt af því, sem mestu máli skipti í samtímanum. Galbraith var skarpskyggn hagfræðingur, heillandi rithöfundur og vel innrættur jafnaðarmaður – allt í sömu persónunni. Hann var sérfræðingur í að afhjúpa innistæðuleysi venjuviskunnar –“ the conventional wisdom” – en það er hugtak, sem hann átti höfundarréttinn að. Hann lést 29. apríl s.l., 97 ára að aldri. Með honum er horfinn af sjónarsviðinu einn áhrifaríkasti fulltrúi hinnar frjálslyndu Ameríku, sem afgangurinn af heiminum batt vonir við. Þess vegna er vert að minnast hans með nokkrum vel völdum orðum.

RÖGNVALDUR SIGURJÓNSSON, KONSERTPÍANISTI, MINNINGARGREIN

Það var vorið 1965, og ég var á gangi um Vesturgötuna í einhverjum gleymdum erindagerðum. Ég gekk framhjá fornfálegu, tvílyftu timburhúsi, sem stóð úti við gangstéttina. Þegar ég var kominn framhjá, sneri ég við og gekk til baka. Tók ég rétt eftir því, að það voru engin gluggatjöld á neðri hæðinni? Húsið skyldi þó ekki vera til sölu? Ég var nýkominn heim frá námi og hafði ströng fyrirmæli um að hafa augun opin fyrir húsnæði í gamla vesturbænum. Ég knúði dyra hálfhikandi. Og mikið rétt. Húsráðandi, frú Sigríður Siemsen, ekkja Páls Einarssonar, fyrsta borgarstjóra Reykjavíkur, sagðist vera að bíða eftir kaupanda. Og hér var hann kominn. Daginn eftir var gengið frá kaupunum. Þetta var ást við fyrstu sýn. Ég fann, að húsið hafði sál, og það tók hlýlega á móti mér. Hitt vissi ég ekki fyrr en Bryndís var flutt inn með allt sitt hafurtask og búin að glæða þetta gamla hús nýju lífi, að því fylgdi kaupbætir á efri hæðinni. Þar bjuggu Rögnvaldur og Helga ásamt sonum sínum Þór og Geir. Upp frá því var tónlist Rögnvaldar undirtóninn í lífi okkar allra næstu árin. Reyndar varð þetta sögufræga hús umgjörðin um líf okkar Bryndísar og barnanna í aldarfjórðung. Að vísu varð tæplega tíu ára hlé meðan við Bryndís skruppum vestur til að stofna menntaskólann. Þegar við snerum aftur, voru Rögnvaldur og Helga á braut. En sambandið rofnaði aldrei, heldur varð að vináttusambandi fyrir lífstíð.

AÐ NJÓTA SANNMÆLIS?

Fyrirsögn þessarar greinar er sótt í blaðaviðtal við þrjár dætur okkar Bryndísar í febrúar 1995. Í viðtalinu beindi blaðamaður eftirfarandi spurningum að systrunum: „Hvernig er að eiga svona pabba og mömmu? Grétuð þið einhvern tíma í koddana ykkar yfir þeim sem börn?“ Svör systranna lýsa ástúðlegu sambandi þeirra við foreldra sína. Sú elsta, Aldís – … Continue reading “AÐ NJÓTA SANNMÆLIS?”