MAÐUR AÐ MEIRI
Morgunblaðið skýrir lesendum sínum frá því á forsíðu 22. okt. s.l. í heimsfréttarstað, að sá grunur hafi “læðst að” formanni Sjálfstæðisflokksins, Geir Haarde, að óprúttnir aðilar reyni að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn almennt og sér í lagi vin hans og vopnabróður, Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, vegna prófkjörs flokksins nú um helgina.Samkvæmt fréttinni varaði formaðurinn söfnuð sinn við þessum óprúttnu aðilum og skoraði á Sjálfstæðismenn að slá skjaldborg um hinn höfuðsetna dómsmálaráðherra. Var helst á formanninum að skilja, að ekki mundi af veita, enda þess skemmst að minnast, að dómsmálaráherrann reið ekki feitu hrossi frá atlögu sinni að Reykjavíkurlistanum og Ingibjörgu Sólrúnu, borgarstjóra um árið, þrátt fyrir dyggilegan stuðning þáverandi formanns.