DR. MARO SONDAHL, RÆÐISMAÐUR ÍSLANDS Í CURITIBA Í BRASILÍU – MINNINGARGREIN
Einar Gústafsson, ferðamálafulltrúii í New York og frændi hans flutti okkur þá harmafregn, að Maro Sondahl, ræðismaður Íslands í Curitiba í Brasilíu, hefði farist í hörmulegu umferðarslysi í Norður- Brasilíu þann 10. Jan. s.l.. Maður sem geislaði af bjartsýni, atorku og lífsgleði væri allur. Mig setti hljóðan. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er.