DR. MARO SONDAHL, RÆÐISMAÐUR ÍSLANDS Í CURITIBA Í BRASILÍU – MINNINGARGREIN

Einar Gústafsson, ferðamálafulltrúii í New York og frændi hans flutti okkur þá harmafregn, að Maro Sondahl, ræðismaður Íslands í Curitiba í Brasilíu, hefði farist í hörmulegu umferðarslysi í Norður- Brasilíu þann 10. Jan. s.l.. Maður sem geislaði af bjartsýni, atorku og lífsgleði væri allur. Mig setti hljóðan. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er.

VELFERÐARRÍKIÐ OG ÓVINIR ÞESS, GUÐINN SEM BRÁST

Haustið 2002 sótti ég málþing í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í Washington undir heitinu: Secretary´s Forum. Gestgjafinn var Colin Powel, utanríkisráðherra, sem kynnti gestafyrirlesarann, Dr. Jeffrey Sachs, prófessor, nokkrum vel völdum orðum. Dr. Sach hefur á s.l. 20 árum verið ráðunautur ríkisstjórna um efnahagsþróun og hagstjórn í S-Ameríku, A-Evrópu, Asíu og Afríku. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna hafði þá nýlega skipað Dr. Sach ráðgjafa sinn um að hrinda í framkvæmd loforðum þjóðarleiðtoga heimsins um að uppræta örbirgð í heiminum að hálfu fyrir 2015.