„What´s wrong with Europe? And by the Way: Why don´t you Fix it?”

Dagana 8. – 9. nóv. s.l. var ég heiðursgestur á þingi Eystrasaltsþjóða (Baltic Assembly), sem haldið var í Vilnius, Litháen. Þing Eystrasaltsþjóða er sömu gerðar og Norðurlandaþing. Þar hittast þingmenn, ráðherrar, embættismenn, sérfræðingar og fjölmiðlungar til að ræða sameiginleg hagsmunamál. Aðalmál þingsins var Evrópumál og samstarf Eystrasaltsþjóða (og Norðurlanda) innan Evrópusambandsins. Ég flutti þarna svokallaða stefnuræðu (key-note speech) undir heitinu:

„What´s wrong with Europe? And by the Way: Why don´t you Fix it?“

Ræðan fer hér á eftir í slenskum búningi.

Minning um Gunnar Dal

Athugasemd: Í gamla daga var Mogginn kallaður danski Mogginn. Á seinni árum hafa óvandaðair menn stundum uppnefnt hann “Dödens Avis”. Það er auðvitað út af minningargreinunum. Og nú verð ég að gera þá játningu, eis og margir aðrir, sem hafa sagt upp Mogganum, að við söknum auðvitað minningargreinanna með morgunkaffinu. En það er ekki nóg með það, að við fáum ekki að lesa minningargreinarnar. Nú er svo komið, að þær fást ekki lengur birtar. Alla vega þá ekki fyrr en eftir dúk og disk. Einn helsti vitmaður þessarar þjóðar kvaddi jarðlífið í fyrri viku: Gunnar Dal, skáld og heimspekingur. Um leið og ég spurði þau tíðindi, settist ég niður og skrifaði um hann minningargrein og sendi í Dödens Avis. Jarðarförin fór fram s.l. mánudag, en greinin er óbirt enn. Þess vegna birtist hún hér, vinum og aðdáendum Gunnars til hughreystingar.

Að kenna öðrum um. JBH svarar SG

Takk fyrir tilskrifið, 05.06.11.

Öll þín viðleitni til að gera okkur jafnaðarmenn samseka Sjálfstæðis-Framsóknarflokknum um að hafa í reynd einkavætt sjávarauðlindina, í blóra við lagaákvæðið, sem við knúðum fram um þjóðareign, stendur eða fellur með einu orði: Framsali og framkvæmd þess.Nú er það svo, að framsalsréttur á veiðiheimildum milli útgerða – þ.e.a.s. á nýtingarréttinum en ekki eignarréttinum, skv. ströngum reglum – er nauðsynlegur í aflamarkskerfi, ef fiskveiðistjórnunin á að skila tilætluðum árangri sem er:

  • að minnka flotann (sóknargetu, offjárfestingu)
  • að lækka tilkostnað við veiðarnar (sækja heimilaðan afla með færri skipum) )
  • að auka hagnað útgerða og arðsemi veiða (þ.m.t.að bæta kjör sjómanna) )
  • að auka sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar (með því að takmarka sókn og draga úr frákasti vegna meðafla) )

Reynir Ólafsson

Haustið 1984 sögðu skoðanakannanir, að Alþýðuflokkurinn, flokkur íslenskra jafnaðarmanna, væri við dauðans dyr eftir 70 ára starf í þágu íslenskrar alþýðu. Ef mark væri á takandi, væri Alþýðuflokkurinn minnsti flokkur þjóðarinnar. Mér var stórlega misboðið. Hvert var þá orðið allt okkar starf? Ég gekk á fund þáverandi formanns og tilkynnti mótframboð. Það var engu að tapa, allt að vinna.

Í tilefni 40 ára afmælis Menntaskólans á Ísafirði: AÐ GJALDA FÓSTURGJÖLDIN

„Ég aftanskinið óttasleginn lít
ef ekki dagsins próf ég staðist get,
að mjakast hafi ennþá út um fet
þess akurlendis jarðar sem ég brýt.”

(Jón Helgason: Að morgni)

1.
Ef mér skjátlast ekki því meir, byrjaði þetta ævintýri fyrir 40 árum með því að kaupa skúringafötu og þvottalög – hvort hét hann ajax eða handyandy? – úti í Björnsbúð. Stebbi stórsmiður, fyrsti starfsmaður MÍ, fyrir utan sjálfan mig, og faðir verðandi stúdenta frá þessum skóla, hafði lagt sig í líma við að breyta gamla barnaskólahúsinu til að búa það undir nýtt hlutverk. Fram að þessu var þetta góða hús sniðið að þörfum smáfólksins. Nú stóð til að hleypa þar inn ögn fyrirferðarmeira fólki. Þess vegna þurfti að sópa upp og skrúbba eftir smiðinn, svo að allt liti þetta þokkalega út, þegar aðgangsharðir umsækjendur um skólavist færu að knýja dyra.

ÞRÖSTUR ÓLAFSSON

Ég man það enn eins og það hefði gerst í gær. Inn á svart/hvítan sjónvarpsskjáinn ruddist allt í einu maður með allt fráflakandi – byltingarmaðurinn bindislausi frá Berlín – eins og Alþýðublaðið uppnefndi hann forðum daga.

Rudi Dudscke Íslands og Cohn-Bendit –muniði ennþá eftir þessum gæjum – í einni og sömu persónunni? Stúdentabyltingin holdi klædd var komin til Íslands.

Sjá roðann í Austri, hann brýtur sér braut
fram bræður – það dagar nú senn!

UM BRIGSL OG VÍXL : Svar til Sigurðar Líndal

“Allir þeir lögfræðingar, sem ég hef rætt við eru sammála um, að
ábyrgð ríkissjóðs Íslands (á Icesave-reikningnum) nái ekki lengra en
tryggingarsjóður innstæðueigenda getur staðið undir.”
Ármann Kr. Ólafsson, alþm., 30. okt., .2008

“Allir lögfræðingar, sem ég talaði við, töldu, að þetta væri bindandi,
að við yrðum að borga (20.887 evrur)”
Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði, 27. nóv., 2008

Sagt er, að landamerkjadeilur og lagaþras sé eins konar þjóðaríþrótt landans. Ég viðurkenni fúslega, að þetta getur verið skondin íþrótt upp að vissu marki – allavega finnst iðkendunum það oftast nær sjálfum. En ef þrasið snýst upp í hártoganir og útúrsnúninga um aukaatriði, getur gamanið farið að kárna. Þrasið umhverfist þá í merkingarlítið stagl um aukaatriði, sem kemur engum að gagni.