BRYNDÍS var ung að árum þjóðkunn sem ballerína, leikkona og fegurðardrottning. Lífshlaup hennar er ævintýri líkast: kennari og skólameistari, blaðamaður og ritstjóri og fjöltyngd málamanneskja og leiðsögumaður, þýðandi og höfundur nokkurra bóka, dagskrárgerðarkona og sjónvarpsstjarna. Stjórnandi Kvikmyndasjóðs og – með hennar eigin orðum – ólaunuð eldabuska í þjónustu ríkisins, m.ö.o. sendiherrafrú.
Frá æskuárum hefur hún verið í órofa bandalagi við mesta ástríðupólitíkus landsins. Saman hafa þau unnið stóra sigra á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Samt hefur hún sjaldan setið á friðarstóli. Hvað eftir annað var hún hrakin úr starfi út af pólitík. Óvægin fjölmiðlagagnrýni – eða voru það pólitískar ofsóknir? – rötuðu jafnvel inn í réttarsali.
Þegar „hið friðsæla ævikvöld“ nálgaðist, skók fjölþjóðleg forræðisdeila um ömmubarn hennar líf fjölskyldunnar árum saman. Stóra sorgin í lífi hennar var að missa dóttur sína í blóma lífs. Og fjölskylduharmleikur – sárari en orð fá lýst – varpar dimmum skugga á ævikvöldið. „
Brosað gegnum tárin heldur áfram þar sem hin vinsæla bók Bryndísar Í sól og skugga (2008) endaði. Hún segir söguna alla, þar sem höfundur horfist í augu jafnt við hamingjuna sem harmleikinn.
Umsagnir um bók mína – „Brosað gegnum tárin“, sem kom út í september 2020.
„Ég las bókina í einni lotu. Gat ekki lagt hana frá mér. Að loknum lestri sat ég máttvana og grét. Hvílík lífsreynsla!“ – Sigríður Jóhannesdóttir, prófessor
„Þetta er afskaplega falleg bók. Forvitni Bryndísar, ástríða fyrir lífinu – og stílfimi – fleygir manni fram eftir síðunum. Bryndís fer í gegnum lífið með augun opin. Hún er næm á mannfólkið og nýja staði” – Jón Sigurður Eyjólfsson, rithöfundur
“Umfjöllun Bryndísar um fjölskylduharmleikinn er í senn óvægin, sársaukafull og lærdómsrík. En þrátt fyrir alvarlegan undirtón er frásagnarlist hennar leikandi og létt – og kitlar oft hláturtaugarnar. Hefur líf ballerínunnar verið dans á rósum? Já, vissulega en líka á glerbrotum sem særa og meiða” – Jakob Frímann Magnússon
Kveðja frá Rúnari:
Beittu vilja,viti og aga,
vertu hress á þinni ferð.
Láttu enga depurð draga
dróma yfir þína gerð
Fleiri ritdómar:
Brynjólfur Ólafsson, Binni frændi
Sendið tölvupóst á netfangið hbaviati@gmail.com til að fá bókina á afsláttarverði – 3800 kr eða smellið hér til að fara panta bókina beint frá útgefanda.