Um pólitíska áhættustýringu

Það vill vefjast fyrir mörgum að eygja eitthvert „system“ í galskap íslenskra stjórnmála fyrir komandi kosningar. Kannski hæfileg fjarlægð frá vettvangi hjálpi til við rólega yfirvegun.

Mönnum má ekki yfirsjást, að það grillir í bjartar hliðar mitt í formyrkvun upplausnarinnar. Það er tvímælalaust jákvætt til lengri tíma litið, ef Sjálfstæðisflokkurinn fær nú makleg málagjöld fyrir að hafa brugðist hrapallega trausti kjósenda sinna í heil þrjú kjörtímabil fyrir hrun. Og fyrir að hafa skort manndóm til að gera upp við þessa snautlegu fortíð. Það er líkt á komið með flokknum og Morgunblaðinu, sem löngum var lífakkeri flokksins, að hvort tveggja, blað og flokkur, eru nú orðið gerð út af LÍÚ til að verja sérhagsmuni kvótaeigenda fyrir réttlætiskröfum kjósenda.

Lesa meira

Endurnýjun lífdaganna

Didzioji Gatu nr. 10. Þetta er elsta tungumál Evrópu af indo-evróskum uppruna – litháiska. Það eru tæplega fimm milljónir manna í heiminum, sem tala þetta mál. Fyrir utan Litháen – sem er svolítið minna landsvæði en Ísland – þeir eru flestir í Chicago en býsna margir í Ástralíu. Á bak við það er mikil saga. En aftur að Didzioju Gatu. Þetta útleggst sem aðalstræti. Og alveg eins og í Reykavík er aðalstræti elsta strætið. Þarna bjuggum við Bryndís í rúma tvo mánuði. Við komum í byrjun apríl. Þá var ennþá kalt. Vorið hafði tafist. En íbúðin var flott. Miðalda- Vilnius er rétt eins og Flórens, byggð í „court yards“. Beijing er alveg eins. Þar kalla þeir þetta „family compounds“. Hugmyndin var, að við byggjum öll saman: afi og amma, börnin, barnabörnin, frændur og frænkur. Hugsið ykkur það. Tribal society. Einhver sagði, að þetta væru gamlar vistarverur pólska aðalsins, sem hafði vetursetu í Vilnu. Alla vega voru þessi húsakynni nýuppgerð; þar var hátt til lofts og vítt til veggja; Litrófið var ljúft, og Bryndís fílaði þetta í botn. Þetta voru sem sé vistarverur gestaprófessorsins og fegurðardrottningarinnar.

Ég hafði kviðið heilmikið fyrir þessu. Í nóvember í fyrra flutti ég eldmessu yfir svokölluðu „Baltic Assembly“ (svokallað Norðurlandaráð Eystrasaltbúa) um það, að fjármálakefi heimsins væri helsjúkt og þyrfti á skurðarborðið. Þarna voru ráðherrar, þingmenn, sérfræðingar, embættismenn, fjölmiðlungar og fleiri. Það hafði verið gert ráð fyrir umræðum á eftir. En það var bara djúp þögn. Ætli þeim hafi ekki ofboðið! Eftir á var orðað við mig, hvort ég vildi þróa þessasr hugmyndir frekar á namskeiði við stjórnmála- og alþjóðamálastofnun háskólans í Vilnu. Ég sagði já takk á stundinni.

Lesa meira

Um páskadagsræðu séra Gunnars í Brautarholtskirkju

Páskaprédikun séra Gunnars í Brautarholtskirkju nálgast það, sem er kjarni málsins í þjóðfélagsátökum samtímans. Páskaprédikun séra Gunnars í Brautarholtskirkju nálgast það, sem er kjarni málsins í þjóðfélagsátökum samtímans.

Hver er mannskilningur okkar? Er maðurinn góður eða illur í eðli sínu? Eða er hann hvort tveggja?

Lesa meira

Eitt kjörtímabil er ekki nóg – áramótagrein

Ritstjóri dreifiblaðsins Reykjavík, sem að sögn er borið út í hvert hús í höfuðborginni, bað um áramótagrein til birtingar í blaði sínu við upphaf nýs árs, 2013. Þessi grein birtist hér á heimasíðu minni.

„Þrælahjörð þér veröldin verður,
verk þín sjálfs nema geri þig frjálsan“
(Matthías Jochumsson: Til Vestur-Íslendinga)

Lesa meira

70 ára: “Heilög Jóhanna”

Þegar Jóhanna Sigurðadóttir beið lægri hlut í formannskjöri á flokksþingi Alþýðuflokksins 1994, sagði hún í kveðjuræðu sinni: „Minn tími mun koma“. Fáum bauð þá í grun, að þetta yrði að áhrínsorðum meira en áratug síðar. Enda þurfti heilt Hrun til, hvorki meira né minna. Þegar Jóhanna Sigurðadóttir beið lægri hlut í formannskjöri á flokksþingi Alþýðuflokksins 1994, sagði hún í kveðjuræðu sinni: „Minn tími mun koma“. Fáum bauð þá í grun, að þetta yrði að áhrínsorðum meira en áratug síðar. Enda þurfti heilt Hrun til, hvorki meira né minna.

Forverar Jóhönnu á stóli forsætisráðherra – þrír talsins – höfðu hver um sig lagt fram sinn ómælda skerf til að stefna þjóðfélaginu út í botnlausar ófærur á fyrsta áratug nýrrar aldar. Þegar þjóðin horfðist í augu við Hrunið í október 2008, blasti við, að það var ekki eitt, heldur allt, sem hafði brugðist. Fjármálakerfið hrundi. Gjaldmiðillinn var í frjálsu falli. Gjaldeyrisforðinn var uppurinn og lánstraustið þrotið. Ísland var í „ruslflokki“. Ríkið, sveitarfélög, fyrirtæki og heimili voru sokkin í skuldir. Atvinnuleysi og eignamissir varð hlutskipti fjölda fólks. Annarra beið landflótti. Stofnanir lýðveldisins – ekki síst Alþingi, vinnustaður Jóhönnu í 30 ár – voru rúnar trausti. Ísland var tekið í gjörgæslu AGS eins og hver annar þurfalingur á vonarvöl.

Lesa meira

ÍSLENSKA LEIÐIN ÚT ÚR KREPPUNNI

Aðstoðarritstjóri La Repubblica , sem er eitt helsta dagblað Ítalíu (vinstra megin), Sr. Stagliano, beindi til mín spurningum um hina meintu “íslensku leið” út úr kreppunni, en hann var að undirbúa fréttaskýringu um þetta efni í blað sitt. Svör mín við spurningum ritstjórans fara hér á eftir á ensku.

The deputy editor of La Repubblica in Rome, Mr. Stagliano, asked me a few questions about the so called “Icelandic way” out of the crisis – but he was preparing a report on this issue in his paper and came to Iceland for that purpose on May 25th. Specifically, he wanted to know if the crisis-stricken euro-zone countries (Greece, Italy, Spain, Portugal and Ireland) could learn some lessons from the Icelandic experience. What follows are my answers to Mr. Stagliano´s questions.

May 25

Dear Mr. Stagliano.
Thank you very much for your e-mail. I am more than willing to help in any way I can to cover this story.
Unfortunately I am abroad and will not be available for an interview during the time you plan to be in Iceland. I can therefore only be of help if you submit your questions to me by e-mail. You are most welcome to submit your questions. You could also consult my homepage: www.jbh.is – where you will find some stuff in English, highly relevant for your topic.

Continue reading

HVERS VEGNA ALLT ÞETTA HATUR? Fjölskylduböl í fjölmiðlum

Inngangur: Þann 24. feb. s.l. (á afmælisdegi móður minnar) birti Þóra Tómasdóttir, ritstjóri glanstímaritsins Nýs lífs, flenniuppslátt um „meinta kynferðislega áreitni“ mína við systurdóttur konu minnar. Tímaritið seldist upp og aðrir fjölmiðlar tóku málið upp í kjölfarið.

Daginn áður, 23. feb., barst mér njósn af þessum málabúnaði og bað Fréttablaðið að birta samdægurs grein „Mala domestica…“ þar sem ég skýrði málið út frá mínum bæjardyrum. Margir sáu ástæðu til að tjá sig um málið, bæði í prentmiðlum en þó einkum í netheimum. Það var ekki fyrr en þann 16. mars, sem ég birti grein hér á heimasíðu minni undir heitinu „Að gera hreint fyrir sínum dyrum“. Sama dag birti Bryndís, kona mín, grein í Fréttatímanum undir fyrirsögninni „Nú er nóg komið“, þar sem hún tók til varna fyrir hönd fjölskyldu okkar.

Halla Harðardóttir, systurdóttir Bryndísar, brást harkalega við í grein í Fréttatímanum þann 23. mars (á afmælisdegi móður Bryndísar), þar sem hún veittist hart að móðursystur sinni. Engum, sem fylgdist með umfjöllun í fjölmiðlum og netheimum um þetta mál, gat blandast hugur um, að heitar tilfinningar bjuggu að baki. Á bak við þetta allt saman leyndist fjölskylda, sem var sundruð og í sárum. Margir höfðu orð á því, að þetta fjölskylduböl ætti ekkert erindi í fjölmiðla. Nær hefði verið að leita sátta með fulltingi sálusorgara. Nú er of seint að fást um það.

Margir létu í ljós undrun sína yfir þvi, hvers vegna þetta mál var matreitt ofan í fjölmiðla meira en áratug eftir að þau atvik áttu sér stað, sem urðu síðar tilefni klögumála. Hvers vegna einmitt núna? Hvers vegna allt þetta hatur, sem að baki bjó? Það er svo ekki fyrr en nú nýlega, nánar tiltekið 28. apríl s.l., sem Kolfinna dóttir mín birti grein á Facebook, þar sem hún segir söguna alla og svarar hispurslaust þeim spurningum, sem áður hafði verið ósvarað. Grein hennar: „Fjölskylduböl í fjölmiðlum – hvers vegna allt þetta hatur?“ , birtist hér á eftir „for the record“.
JBH

Aðför Þóru Tómasdóttur að mannorði föður míns í Nýju lífi (2.tbl. 2012), að undirlagi Guðrúnar Harðardóttur og fjölskyldu hennar, rifjar upp fyrir mér, að eftir eina af mörgum sáttatilraunum, sem gerðar voru við fjölskyldu Guðrúnar, sneri móðurbróðir minn til baka með þessi skilaboð: „Sáttatilraunir? Þið getið gleymt því. Það mætir ykkur ekkert nema svartnætti af hatri“.

Lesa meira

AÐ GERA HREINT FYRIR SÍNUM DYRUM

Þann 24. febrúar s.l. (á afmælisdegi móður minnar) birti Þóra Tómasdóttir í riti sínum Nýju lífi, (2. tbl.) ákæruskjal, þar sem ég var sakaður um kynferðislega áreitni við unglingsstúlku í fjölskyldu okkar Bryndísar. Þetta eru grafalvarlegar ásakanir, til þess fallnar að ræna hvern mann mannorðinu, sem fyrir verður.

Ég skulda öllu því fólki, sem hingað til hefur borið traust til mín sem ærlegs manns, afkomendum mínum, vinum og ættingjum, að segja þeim sannleikann – og ekkert nema sannleikann – um þetta mál. Ég brást strax við, m.a.s. að ásökununum óséðum, með grein í Fréttablaðinu, 23. feb. s.l.: Mala domestica…. Það gat ég gert, af því að allar þessar ásakanir eru gamalkunnar, u.þ.b. tíu ára gamlar. Ég hef svarað þeim öllum áður – líka við yfirheyrslur vegna lögreglurannsóknar á vegum ríkissaksóknara fyrir um fimm árum. En ekki fyrr en nú opinberlega.

Lesa meira

NÚ ER NÓG KOMIÐ

Fjölskyldusaga eftir Bryndísi Schram.
Nú er nóg komið, gott fólk. Nóg af rógi, aðdróttunum, haturskrifum, illsku og lítilmennsku. Ég er kona – eiginkona, móðir, amma, systir og frænka. Ég er meira að segja feministi, að því er ég best veit. Ég hlýt því að eiga rétt á því að bera hönd fyrir höfuð mér og fjölskyldu minni, þegar að henni er veist með ósönnum áburði.

Ég vil leyfa mér að leiðrétta nokkrar rangfærslur, sem haldið er fram í ákæruskjali Þóru Tómasdóttur á hendur okkur í Nýju lífi, (2.tbl.), í trausti þess, að menn vilji heldur hafa það sem sannara reynist.

Barnaníðingur?

Lesa meira