Fiskveiðiheimildir  og framsal: 30 ÁRA STRÍÐIÐ- MÁL AÐ LINNI?                      

Eignarréttur og nýtingarréttur. Þessi tvö lykilhugtök nálgast kjarna málsins, þegar að því kemur að öðlast skilning á því,  um hvað yfirstandandi 30 ára stríð um fiskveiðistjórnun Íslendinga snýst. Sjónvarpsþættir Vesturports um verbúðina Ísland hafa vakið þjóðarathygli. En þar sem stríðinu er hvergi nærri lokið gefur nývakinn áhugi tilefni til að draga aðalatriðin fram í dagsljósið og leita lausna.    

  1. gr. gildandi laga um stjórn fiskveiða hljóðar svo:

Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“.

Lesa meira

LAND TÆKIFÆRANNA

Það fer vart fram hjá neinum, að nýfrjálshyggjuliðið í Sjálfstæðisflokknum heyr nú kosningabaráttu sína undir kjörorðinu: „Land tækifæranna“. Það rifjar upp fyrir mér, að fyrir nokkrum árum birti tímaritið Economist sérstaka skýrslu um norræna módelið. Höfundarnir komust að þeirri niðurstöðu, að norræna módelið væri „the most successful socio-economic model on the planet“, á öld hnattvæðingar.Í því hefði tekist að sameina andstæðurnar „hagkvæmni og jöfnuð“. Norræna módelið væri hvort tveggja í senn, samkeppnishæfasta og mesta jafnaðarþjóðfélag á jarðríki. Það hefði afdráttrlaust leyst Ameríku af hólmi sem „land tækifæranna“.

En höfundur skýrslunnar, hr. Wooldridge, reyndist vera illa smitaður af bakteríu nýfrjálshyggjunnar eins og fleiri. Hann reyndi því að gera sitt besta til að þakka sænskum íhaldsmönnum, sem hafa verið við völd skamma hríð á seinustu árum, fyrir þennan óviðjafnanlega árangur. Sannleikurinn er hins vegar sá, að sænska velferðarríkið, þessi völundarsmíð sænskra jafnaðarmanna, stendur óhögguð. Sænskir íhaldsmenn hafa ekki dirfst að hagga við undirstöðunum, heldur orðið að láta sér nægja að fitla við smábreytingar á jaðrinum.

Ég sendi því bréf til ritstjórans með rökstuddri gagnrýni á þessi áróðrsbrögð. Það segir sína sögu um ritstjórnarstefnu Economist, að þrátt fyrir að þeir hafi óskað sérstaklega eftir viðbrögðum lesenda sinna, stungu þeir athugasasemdum mínum undir stól. Ég þykist vita, að Kjarninn þori að birta það sem ritstjóri Economist þorði ekki að trúa lesendum sínum fyrir. Hér kemur það:

Lesa meira

AÐGERÐIR GEGN SÍVAXANDI ÓJÖFNUÐI. Hagfræðingaseminar í Vilníus í leit að lausnum

Þann 21. júní s.l. bauð deildarforseti Hagfræðideildar Háskólans í Vilníus mér að vera málshefjandi á málþingi með nokkrum hagfræðingum  þjóðhagfræðideildarinnar um ofangreint efni. Meðal þátttakenda voru prófessorar, sem verið hafa ráðgjafar ríkisstjórna og aðrir, sem fjölmiðlar leita helst í smiðju til, í umsögnum um stefnumótun í efnahagsmálum. Deildarforsetinn, Aida Macerinskiene, stýrði fundi.

Ég hóf málþingið með því að kynna sjálfan mig, eins og aðrir þátttakendur höfðu áður gert. Ég sagði m.a.:

„Frá ungum aldri hefur mér verið hugleikið að leita svara við eftirfarandi spurningu:    Hvernig getum við útrýmt fátækt? Ég tel það eiga að vera meginviðfangsefni þjóðhagfræðinnar ( e. politial economy) að leita haldbærra svara við þessari spurningu.

Lesa meira

“Endurreist sjálfstæði Eystrasaltsþjóða var upphafið að endalokum Sovétríkjanna”

segir Jón Baldvin Hannibalsson, fv. utanríkisráðaherra Íslands í viðtali við ríkissjónvarpið í Litáen

„Ég verð aldrei svo gamall, að ég geti gleymt þeirri lífsreynslu að vera með ykkur í Vilníus þessa örlagaríku daga og nætur í janúar 1991, þegar Rauði herinn hafði fengið fyrirmæli um að brjóta sjálfstæðisbaráttu ykkar á bak aftur með valdi. Þarna varð ég vitni að því, hvernig vopnlaus þjóð gat með viljastyrk og æðruleysi knúið ofbeldið til að láta undan síga á seinustu stundu. Það var ekki fyrr en síðar, sem við skildum til fulls,  að við vorum þarna vitni að sögulegum tímamótum. Þegar lögregluríkið heykist á því að beita valdi af ótta við blóðbaðið, eru dagar þess taldir“ – segir Jón Baldvin, sem var eini erlendi stjórnmálamaðurinn, sem brást við kalli Landsbergis um að sýna samstöðu í verki með nærveru sinni.

Lesa meira

Sáttur við niðurstöðuna

Jón Baldvin kveðst aðspurður ekki ætla að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms í meiðyrðamáli hans gegn RÚV og heimildarmanni þess (til vara). Hann segist í stórum dráttum vera sáttur við niðurstöðuna. Aðalatriðið er – og það er langmikilvægast – að svívirðulegustu ásakanirnar, bæði ósannar og gróflega ærumeiðandi, voru afdráttarlaust dæmdar dauðar og ómerkar. Það skiptir sköpum.

Lesa meira

Fjórða dómstigið

Jón Baldvin kveðst aðspurður ekki ætla að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms í meiðyrðamáli hans gegn RÚV og heimildarmanni þess. Hann segist í stórum dráttum vera sáttur við niðurstöðuna. Aðalatriðið er – og það er langmikilvægast – að svívirðulegustu ásakanirnar, bæði ósannar og gróflega ærumeiðandi, voru afdráttarlaust dæmdar dauðar og ómerkar. Það skiptir sköpum.

Hitt skiptir minna máli, þótt allskyns óhróður, hafður eftir sömu heimildum séu látin óátalin.  Skýringin er sögð sú að hugsanlega hafi viðkomandi upplifað þetta svona. „Upplifun“ hefur að sögn málfróðra manna öðlast nýja merkingu: Hún lýsir ekki því sem gerðist heldur hinu sem maður heldur að hugsanlega gæti hafa gerst.

Ég hef að sjálfsögðu samúð með því sjónarmiði dómarans að standa vörð um tjáningarfrelsið. En tjáningarfrelsið er í réttarríki þrátt fyrir allt ekki ótakmarkað. Takmörkin eru þau að enginn maður þurfi að þola að vera borinn sannanlega röngum og ærumeiðandi sökum í nafni tjárningarfrelsisins. En í mínu tilviki er þetta réttlætt með því að ég teljist enn vera „opinber persóna“, þótt næstum aldarfjórðungur sé liðinn frá því að ég yfirgaf vígvöll stjórnmálanna. Ég á samkvæmt því að þola illmælgi betur en aðrir. Og það er rétt – ég er illu vanur en ég kvarta ekki.

Lesa meira

Norræna módelið vísar veginn

1. Pólitík snýst um völd og áhrif

Það fer ekki á milli mála, að vald eigenda fjármagns og fyrirtækja er gríðarlegt í kapítalísku hagkerfi. Ákvörðunarvaldið um fjárfestingar og framkvæmdir, sem afkoma okkar allra byggir á, er að stærstum hluta í þeirra höndum. Valdið á vinnumarkaðnum til að ráða og reka er í höndum þeirra. Ef stéttarfélög eru veikburða – eða jafnvel ekki til – fær vinnandi fólk litlu sem engu ráðið um þessar ákvarðanir.

Sívaxandi samþjöppun fjármálavalds í höndum stjórnenda risavaxinna fjölþjóðafyrirtækja (þau stýra um helmingi allra heimsviðskipta) ræður miklu um þann veruleika,  sem jarðarbúar búa við. Það er því afar villandi, þegar menn tala í síbylju um „frjálsa markaði“. Veruleikinn er allur annar. Þar stöndum við frammi fyrir einokun og fákeppni.

Continue reading “Norræna módelið vísar veginn”

RÉTT SKAL VERA RÉTT: UM MÁLFRELSI OG MEIÐYRÐI

1. MEIÐYRÐAMÁL

Með bréfi 9. apríl var RÚV (og Aldísi Schram til vara) gefinn kostur á málalokum utan réttar, þ.e. með því að báðir aðilar bæðust afsökunar á ummælum og viðurkenndu að þau væru röng og drægju þau til baka. Þessu var svarað með þögninni.

Þess vegna er meiðyrðamál neyðarúrræði.

Ég höfða þetta mál gegn RÚV og gegn Aldísi Schram (til vara sem heimildamanni). Við förum þess á leit að tiltekin ummæli, ósönn og ærumeiðandi sem þau eru, verði dæmd „dauð og ómerk“.

Continue reading “RÉTT SKAL VERA RÉTT: UM MÁLFRELSI OG MEIÐYRÐI”

Söguburður

Haustið 2013 birti DV (helgarblað 27.-29. sept) kæru Aldísar Schram á hendur JBH til kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar er að finna allar sömu sögurnar sem Stundin og aðrir fjölmiðlar hafa nú rifjað upp sex árum síðar. Sömu nöfn – sömu sögur. Eina undantekningin er sviðsetning Carmenar Jóhannsdóttur „á þakinu“ sem fjallað er um í upphafi. Hinar sögurnar fjórar eru sagðar af höfundi kærunnar, Aldísi Schram. Það ætti að vekja athygli athugulla lesenda að þarna er hvergi að finna kærur vegna áreitni við hana sjálfa eða dóttur hennar, systur hennar, móðursystur né vinkonur sem áður voru á hennar sakaskrá.

Lögreglan endursendi Aldísi, lögfræðingi, skjalið með þeim ummælum að sögur ónafngreindra aðila væru ómarktækar, þar sem ekki væri unnt að kanna sannleiksgildi nafnlausra frásagna. Það eina sem er nýtt er að í upphafi árs 2019 komu sömu konur loks fram undir nafni í fjölmiðlum. Þar voru sögurnar birtar, án athugasemda, gagnrýninna spurninga eða sannprófunar af neinu tagi og án þess að virða andmælarétt hins meinta sökudólgs.  Í kaflanum sem hér fer á eftir birtast svör mín við þessum söguburði.   

Continue reading “Söguburður”

SANNLEIKURINN: FYRSTA FÓRNARLAMBIÐ.

Hópur kvenna hefur sem kunnugt er birt opinberlega frásagnir sínar af samskiptum við mig (og Bryndísi konu mína í níu tilvikum) á undanförnum árum.  Sex þeirra taka ábyrgð á orðum sínum með því að vitna undir nafni.  Þeim hef ég þegar svarað (sjá www.jbh.is – Vitnaleiðslur).

Hinar – sextán talsins – fela sig undir nafnleynd. Ýmsir fjölmiðlar hafa birt þessar sögur, athugasemda- og gagnrýnilaust. Sameiginlega er þessum sögum ætlað að duga til að ræna mig og konu mína mannorðinu og útskúfa okkur úr íslensku samfélagi.

Continue reading “SANNLEIKURINN: FYRSTA FÓRNARLAMBIÐ.”