Ein af grjótblokkunum sem hlaðið var í víggirðingu kringum þinghúsið (Seimas) í Vilníus í janúar 1991 bar síðar þessa áletrun: „Til Íslands sem þorði, þegar aðrir þögðu“. Heimildamynd Ólafs Rögnvaldssonar um stuðning Íslands við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltstþjóða heitir: „Þeir sem þorðu……“ Fyrirsögn greinarinnar vísar til þessa.
Í næstum hálfa öld voru Eystrasaltsþjóðirnar hinar gleymdu þjóðir Evrópu. Lönd þeirra voru þurrkuð út af landakortum heimsins. Tungumál þeirra voru til heimabrúks, og þjóðmenningin lifði af neðanjarðar. Þessar þjóðir voru horfnar af pólitískum radarskjá umheimsins. Þegar ég ræddi um sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða við starfsbróður minn, utanríkisráðherra NATO- ríkis, reyndi hann að eyða umræðuefninu með eftirfarandi ummælum: „Hafa þessar þjóðir ekki alltaf tilheyrt Rússlandi?“
Lesa meira